fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Gat ekki snúið dómnum við af undarlegri ástæðu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 18:13

Diagne í leiknum sem nú stendur yfir. Mynd/Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mbaye Diagne, leikmaður West Brom, virtist skora löglegt mark í leik liðsins gegn Southamton sem nú stendur yfir. Línuvörðurinn flaggaði hann þó rangstæðan og gat VAR, myndbandsdómgæslan, ekki breytt dómnum þar sem ekki var hægt að teikna nógu skýra línu út frá endursýningum.

VAR hefur verið mikið á milli tannana á fólki síðustu mánuði, þá aðallega fyrir það að dæma mörk af. Í dag vonuðust stuðningsmenn WBA þó til þess að ákvörðun línuvarðar um að dæma Diagne rangstæðan yrði snúið við. Þeir höfðu eitthvað til síns máls þar sem leikmaðurinn virtist klárlega réttstæður.

Allt kom þó fyrir ekki, markið fékk ekki að standa. Skýringin sem er gefin er sú að vegna staðsetningu á myndavélum hafi ekki verið hægt að teikna nægilega skýrar línur til þess að sýna að Diagne hafi verið réttstæður. Því hafi ákvörðun dómara á vellinum verið látin standa.

Það er óhætt að segja að skýringin sé fremur undarleg. Áhugavert verður að fylgjast með umræðunni í kjölfar þessa atviks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina