fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Hagnaður í Eyjum og mikið eigið fé – Lítill launakostnaður vekur athygli

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagnaður Knattspyrnudeildar ÍBV á árinu 2020 nam kr. 1.393.051, þetta kemur fram í reikningi félagsins sem er opinber.

Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins kr. 131.674.616, bókfært eigið fé í árslok er kr. 63.292.076 og er eiginfjárhlutfall félagsins 48%.

Skuldir félagsins eru hins vegar rúmar 68 milljónir króna en þær er undir liðnum skuldir tengda aðila. Skuldin er við ÍBV íþróttafélag.

Mynd/ÍBV

Laun og launatengd gjöld ÍBV voru aðeins 37 milljónir króna en um er að ræða karlalið félagsins, ÍBV lék í Lengjudeild karla í karlaflokki. Liðið þótti vel mannað og ansi dýrt í rekstri, svo virðist hins vegar ekki vera.

ÍBV er aftur í Lengjudeild karla í sumar og hefur miklu verið tjaldað til, til þess að koma liðinu upp um deild.

Ársreikning ÍBV má sjá hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina