fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Mikael á skotskónum er Midtjylland komst á toppinn í Danmörku

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 11. apríl 2021 18:01

Mikael Neville/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AGF tók á móti Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 4-1 sigri Midtjylland sem komst með sigrinum á toppinn í dönsku úrvalsdeildinni.

Frank Onyeka, kom Midtjylland yfir með marki á 16. mínútu. Hann þurfti hins vegar að fara af velli á 25. mínútu vegna meiðsla og Mikael Neville Anderson kom inn í hans stað.

Alexander Scholz, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar tvöfaldaði síðan forystu Midtjylland með marki á 53. mínútu.

Patrick Mortensen minnkaði muninn fyrir AGF með marki á 61. mínútu og fjórum mínútum síðar kom Jón Dagur Þorsteinsson, inn sem varamaður í liði AGF.

Það var síðan Mikael Neville sem bætti við þriðja marki Midtjylland á 84. mínútu.

Evander innsiglaði síðan 4-1 sigur Midtjylland með marki á 89. mínútu eftir stoðsendingu frá Pione Sisto.

Midtjylland er eftir leikinn í 1. sæti deildarinnar með 92 stig, tveimur stigum meira en Bröndby sem situr í 2. sæti. AGF er í 3.sæti með 76 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

,,Messi reyndi að fá mig til Barcelona“

,,Messi reyndi að fá mig til Barcelona“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið

Mögulega fastur hjá sínu félagsliði út tímabilið
433Sport
Í gær

Tómas Bent og félagar í sögubækurnar í jólamánuðinum

Tómas Bent og félagar í sögubækurnar í jólamánuðinum
433Sport
Í gær

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 3 dögum

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best