fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Birkir lagði upp mark – Íslendingar berjast um sæti í Superligaen

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 10. apríl 2021 14:03

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir Íslendingar hafa komið við sögu í Evrópuboltanum það sem af er degi. Hér er samantekt á því helsta sem hefur gerst:

Elías Rafn Ólafsson stóð í marki Fredericia sem tapaði 4-1 gegn Viborg í efri hluta næstefstu deildar í Danmörku. Þar er keppt um að komast upp í efstu deild. Lið Ólafs Kristjánssonar, Esbjerg, gerði þá 1-1 jafntefli við Patrik Gunnarsson, Stefán Teit Þórðarsson og félaga í Silkeborg í sömu keppni.

Silkeborg er í öðru sæti efri hlutans með 53 stig, aðeins stigi á undan Esbjerg. Efstu tvö sætin veita þátttökurétt í efstu deild. Fredericia er í fimmta sæti, 21 stigi frá Silkeborg. Átta umferðir eru eftir.

Jón Daði Böðvarsson kom inn á á 78.mínútu í 0-3 tapi Millwall gegn Swansea á heimavelli. Millwall er í níunda sæti, 8 stigum frá umspilssæti.

Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn og lagði upp mark Brescia í 1-1 jafntefli gegn Pescara í Serie B. Hólmbert Aron Friðjónsson sat allan tímann á varamannabekk Brescia. Lið þeirra er nú með 44 stig, stigi á eftir umspilssæti. Chievo, sem er í síðasta umpsspilssætinu, á þó tvo leiki til góða á Brescia.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Út af þessu hafi hrun Liverpool ekki komið á óvart

Út af þessu hafi hrun Liverpool ekki komið á óvart
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Peysan umtalaða er til sölu á um 120 þúsund krónur – Vakti mikla athygli í þáttunum

Peysan umtalaða er til sölu á um 120 þúsund krónur – Vakti mikla athygli í þáttunum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Burnley þarf á kraftaverki að halda – Jóhann Berg lagði upp

England: Burnley þarf á kraftaverki að halda – Jóhann Berg lagði upp
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“
433Sport
Í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær
433Sport
Í gær

Fyrirliði Real Madrid yfirgefur félagið – Vill aðeins semja í einu landi

Fyrirliði Real Madrid yfirgefur félagið – Vill aðeins semja í einu landi
433Sport
Í gær

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“
433Sport
Í gær

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus