fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Segir Rashford ekki síðri en Mbappe og Haaland

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 10. apríl 2021 09:00

Marcus Rashford Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dimitar Berbatov, fyrrum leikmaður Manchester United, Tottenham og fleiri liða, segir að Marcus Rashford muni bera höfuð og herðar yfir aðra leikmenn í heimsfótboltanum í framtíðinni, ásamt Erling Braut Haaland og Kylian Mbappe.

Þetta sagði Berbatov eftir að hafa séð leik Granada og Man Utd í Evrópudeildinni á fimmtudag. Rashford skoraði þar í 0-2 sigri.

,,Þú getur séð í marki hans gegn Granada að hann veit nákvæmlega hvert og hvenær hann á að taka hlaupið, hann átti frábæra snertingu og svo er hann fær um þessa frábæru afgreiðslu.“

Hann talaði einnig um þá miklu reynslu sem Rashford hefur nú þegar á hæsta stigi leiksins. Rashford hefur verið í aðalliði Man Utd í um fimm ár þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára. Berbatov telur hann ekki síðri en Mbappe og Haaland þrátt fyrir að þeir séu oft fyrst nefndir í umræðunni um bestu ungu leikmenn heims.

,,Mbappe, Haaland og Rashford. Þetta eru leikmennirnir sem ég held að verði bestir í framtíðinni. Rashford verður alltaf á toppnum ef hann helst heill.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar