fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Lampard tilbúinn að snúa aftur í þjálfun

Helga Jónsdóttir
Föstudaginn 9. apríl 2021 19:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frank Lampard tók við spurningum frá aðdáendum á vegum London Football Awards og er þetta í fyrsta skipti sem hann tjáir sig eftir brottreksturinn frá Chelsea. Hann viðurkenndi þar að hann hafi fengið spennandi tilboð við þjálfun síðustu vikur en ekkert hafi hentað fullkomlega.

„Fótbolti hefur tekið yfir líf mitt, fyrst sem leikmaður og svo sem þjálfari. Enginn vill missa vinnuna. En þegar þú ert í þessum heimi þá getur það gerst, alveg sama hversu góður þú heldur að þú sért. En þetta hefur gefið mér meiri tíma heima, það hefur verið frábært að vera í kringum fjölskylduna.“

„Það hafa komið upp nokkur spennandi tilboð síðustu vikur, en þau pössuðu ekki alveg.“

Hann vill þó halda áfram í þjálfun og mun skoða það alvarlega ef eitthvað spennandi kemur upp en hann segist vera tilbúinn að snúa aftur í þjálfun:

„Það er eitthvað sem ég er spenntur fyrir ef það er rétt. Augu mín eru alltaf á því, ég er alltaf að horfa á fótbolta og reyna að verða betri. Ég ætla að reyna að finna rétta tímann og rétta tækifærið. Mig langar mikið að fara að vinna aftur.“

Lampard hefur verið orðaður við starf undir 21 árs landsliðs Englendinga eftir að liðið komst ekki upp úr sínum riðli á EM. Hann vill spila nútíma fótbolta og gæti verið góður kostur í að þróa leik efnilegustu leikmanna Englendinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Í gær

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Í gær

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern