fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Rúrik slekkur í kjaftasögunum sem eru á forsíðum blaða í Þýskalandi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. apríl 2021 13:42

Mynd/Instagram @rurikgislason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í knattspyrnu er að gera það gott í dansheiminum eftir að knattspyrnuskórnir fengu að fara á hilluna.

Rúrik er einn af keppendum Let’s dance, dansþáttaraðarinnar í Þýskalandi sem svipar til íslensku þáttanna Allir geta dansað.

Rúrik dansar þar með Renötu Lusin, atvinnudansara og hefur heldur betur verið að slá í gegn. Rúrik og Renata eru náin á sviði en það hefur búið til kjaftasögur í Þýskalandi, á forsíðum blaða þar í landi er reglulega fjallað um samband þeirra á sviðinu og ýjað að því að eitthvað meira gæti verið þar á bak við.

„Hvað segir konan mín? Það er á forsíðum á öllum blöðum hérna að ég sé að daðra við Renötu og að hún sé að daðra við mig, að ég sé að daðra við þessa og þessa. Síðast í gær var það á forsíðu á stóru blaði hérna að ég gæti ekki haldið höndunum frá Renötu,“ sagði Rúrik um málið í þættinum Brennslan á FM957.

Renata er öflugur dansari

Rúrik segir það tóma þvælu að eitthvað meira en bara fagmennska á sviði sé á milli hans og Renötu. „Ég get alveg sagt það með góðri samvisku, það er mjög skrýtið að þú ert að vinna með einhverjum í 8 tíma á dag en þetta er bara fagmennska. Maðurinn hennar Renötu er hérna líka og það er algjör toppmaður,“ sagði Rúrik og drap þannig í kjaftasögunum.

„Ég skil alveg að þetta lítur þetta þannig út í þáttunum, við verðum að láta það líta þannig út. Dans er bara leiksýning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool

Óvænt endurkoma fyrrum leikmanns Liverpool
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu

Liverpool vann Real Madrid – Ríkjandi meistarar töpuðu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar

Leikmaður Arsenal í sögubækurnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Í gær

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu