fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Berlínarliðin skildu jöfn

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 4. apríl 2021 17:54

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Union Berlin og Hertha Berlin mættust í nágrannaslag í þýsku Bundesligunni í dag. Hvorugu liðinu tókst að vinna sér inn montréttinn í höfuðborginni í þetta skiptið, jafntefli niðurstaðan. Í hinum leik dagsins sigraði Stuttgart Werder Bremen.

Robert Andrich kom Union yfir snemma í leiknum með góðu skoti fyrir utan teig. Dodi Lukebakio tókst að jafna metin fyrir Hertha um 10 mínútum fyrir leikhlé.

Hvorugu liðinu tókst að finna sigurmarkið í þessum nágrannaslag og stigunum því deilt.

Union er fjórum stigum frá Evrópusæti eftir leikinn. Hertha er enn í fallhættu eftir slappt tímabil hingað til.

Fyrr í dag lagði Stuttgart Werder Bremen með einu marki gegn engu. Sjálfsmark Ludwig Augustinsson skildi liðin að.

Stuttgart er í baráttu um Evrópusæti en Werder er í 13.sæti, nokkuð vel fyrir ofan fallsvæðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“
433Sport
Í gær

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl

Horfðu á Áramótabombu Íþróttavikunnar – Kristján Óli fer um víðan völl
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spyr hvort KSÍ þurfi að ráðast í þessar breytingar – „Hafi andskotann ekkert bæst“

Spyr hvort KSÍ þurfi að ráðast í þessar breytingar – „Hafi andskotann ekkert bæst“