fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Klopp: „Við megum ekki tapa fleiri stigum“

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 3. apríl 2021 17:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp viðurkennir að Liverpool megi ekki tapa fleiri stigum ef félagið ætlar að ná Evrópusæti. Þá kallar hann eftir því að leikmenn kreisti eitthvað út úr þessari leiktíð.

„Við erum ekki í bestu stöðunni til að berjast um Meistaradeildarsæti en það er ljóst að við munum berjast og ef það næst ekki setjum við stefnuna á Evrópudeildarsæti,“ sagði Klopp við Sky Sports.

„Í upphafi leiktíðar höfðum við önnur markmið sem er eðlilegt en nú er þetta raunveruleiki okkar og staðan er ekki eins slæm og hún gæti verið. Við ætlum því að reyna að allt sem við getum.“

„Við ætlum aftur að verða liðið sem enginn vill spila við.“

Eftir 29 leiki er Liverpool í 7. sæti með 46 stig en á síðustu leiktíð var félagið með 82 stig eftir jafn marga leiki. Munurinn er því 36 stig á milli leiktíða sem er ansi hátt fall.

Síðasti leikur Liverpool í deildinni var gegn Wolves og var það aðeins fjórði sigur félagsins eftir jól. Liverpool fer á Emirates leikvanginn í kvöld og spilar við Arsenal í ansi mikilvægum leik í Evrópubaráttunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“

Þrír létust í mjög alvarlegu slysi – „Hvernig útskýri ég þetta fyrir syni okkar?“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann

Haugur af liðum á eftir Mainoo – Tvö á Englandi þykja líklegust til að hreppa hann
433Sport
Í gær

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Í gær

Antony að fá draumaskiptin

Antony að fá draumaskiptin