fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
433Sport

Real Madrid gefur ekkert eftir í toppbaráttunni

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 3. apríl 2021 16:08

Karim Benzema skoraði sitt 18 mark fyrir Real Madrid í vetur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid tók á móti Eibar í 29. umferð spænsku deildarinnar í dag. Þar unnu Madrídingar nokkuð öruggan 2-0 sigur.

Fyrri hálfleikurinn var opinn og fjörugur og ljóst að bæði lið vildu sækja. Real Madrid voru sterkara liðið, héldu betur í boltann og sköpuðu hættulegri færi. Marco Asensio braut ísinn og kom þeim yfir eftir stoðsendingu frá Casemiro undir lok fyrri hálfleiks.

Tvö mörk voru dæmd af hjá Madrid í leiknum en Karim Benzema náði loks að tvöfalda forystu síns liðs á 73. mínútu með skalla eftir sendingu frá Vinícius Júnior. Ekki voru skoruð fleiri mörk í leiknum og þægilegur sigur Real Madrid staðreynd.

Madrídingar voru án fyrirliða síns, Sergio Ramos, í leiknum en hann meiddist í landsleikjahlénu. Næsti leikur Real Madrid er í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Englandsmeisturum Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“
433Sport
Í gær

England: United vann sterkan sigur á Newcastle

England: United vann sterkan sigur á Newcastle
433Sport
Í gær

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“
433Sport
Í gær

,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins“

,,Ég vissi af pressunni þegar ég kom til félagsins“