fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Sjö leikmenn sem Solskjær vill losa sig við í sumar til að skapa rými fyrir nýja leikmenn – Vilja gera atlögu að Englandsmeistaratitlinum

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 1. apríl 2021 11:00

Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má vænta þess að það verði nóg að gera í komandi félagskiptaglugga hjá félagsliðum í sumar.

Það á einnig við um Manchester United en samkvæmt heimildum Mirror eru uppi hugmyndir um að endubyggja leikmannahóp liðsins og skapa leikmannahóp sem gæti gert atlögu að Englandsmeistaratitlinum á næsta tímabili.

Til þess að geta styrkt hópinn með þeim leikmönnum sem Solskjær telur að liðið þurfi til þess að vinna ensku úrvalsdeildina, þarf Manchester United að losa sig við nokkra leikmenn.

Edinson Cavani, Juan Mata, Sergio Romero og Lee Grant eru líklegast allir á förum en samningur þeirra við félagið rennur út í sumar.

Síðan eru sjö leikmenn í viðbót sem Mirror telur að gætu verið á leiðinni frá Old Trafford.

Tahith Chong  – Mikið var ætlast af Chong á sínum tíma en hann hefur ekki staðið undir væntingum hingað til. Í ljósi þess hversu vel mannað, Manchester United er á köntunum virðist Chong vera á útleið.

GettyImages

Andreas Pereira – Hefur verið inn og út úr liðinu undanfarin ár. Hann spilaði 25 leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en hefur verið á láni hjá Lazio á þessu tímabili.

GettyImages

Jesse Lingard – Það verður áhugavert að sjá hvað verður um Jesse Lingard sem hefur heillað knattspyrnuáhugamenn síðan að hann fór á láni til West Ham þar sem hann hefur skorað fimm mörk í sjö leikjum. Frammistöður hans urðu til þess að hann var valinn í enska landsliðið á ný.

GettyImages

Diogo Dalot – Hefur verið á láni hjá AC Milan á tímabilinu, náði ekki að stimpla sig inn í byrjunarlið Manchester United á sínum tíma. Talið líklegra að Dalot yfirgefi Old Trafford.

GettyImages

Phil Jones – Kemur kannski mörgum á óvart en Phil Jones er ennþá leikmaður Manchester United. Hann hefur átt við meiðslavandræði að stríða en erfiðasta verkefni forráðamanna félagsins gæti verið að finna mögulega kaupendur fyrir Phil Jones.

Brandon Williams – Luke Shaw hefur eignað sér vinstri bakvarðastöðuna hjá Manchester United með frábærum frammistöðum. Williams hefur ekki náð að brjóta sér leið í liðið og ef Manchester United vill ekki selja þá mun félagið líklegast vilja senda hann út á láni.

GettyImages

Donny van de Beek – Gekk til liðs við Manchester United fyrir tímabilið á 40 milljónir punda frá Ajax. Hann hefur aðeins byrjað tvo leiki fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Mun félagið reyna að ná því besta úr leikmanninum eða selja hann strax til að skapa rými fyrir nýja leikmenn?

GettyImages

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann

Tottenham reynir að kaupa Ganverjann
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði

Óvænt stórlið hefur áhuga á Rashford – Er þó ekki efstur á blaði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rashford mætir til æfinga hjá United á mánudag – Ekkert að gerast en hann vill burt frá Englandi

Rashford mætir til æfinga hjá United á mánudag – Ekkert að gerast en hann vill burt frá Englandi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“

Aron lýsir hremmingum á hótelherbergi sínu í Sviss – „Þið getið ímyndað ykkur aðstæðurnar“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íslenska liðið fagnaði óveðri sem skyndilega skall á í gær

Íslenska liðið fagnaði óveðri sem skyndilega skall á í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vann kapphlaupið við tímann og fer á sitt fyrsta stórmót – „Ég er fyrst og fremst stolt og þakklát“

Vann kapphlaupið við tímann og fer á sitt fyrsta stórmót – „Ég er fyrst og fremst stolt og þakklát“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Frá Roma til Besiktas
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sveindís Jane til umfjöllunar í risastórum erlendum miðli

Sveindís Jane til umfjöllunar í risastórum erlendum miðli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að United muni gera allt til að fá Martinez – Mun betri en Onana

Segir að United muni gera allt til að fá Martinez – Mun betri en Onana