Íslenska karlalandsliðið vann í kvöld sinn fyrsta sigur í undankeppni HM. Sigurinn kom á móti Liechtenstein en leiknum lauk með 4-1 sigri Íslands.
Í stöðunni 3-0 minnkaði Yanik Frick, muninn fyrir Liechtenstein með marki beint úr hornspyrnu. Setja verður spurningarmerki við Rúnar Alex Rúnarsson, sem stóð vaktina í marki Íslands í leiknum.
Æ, æ, æ. Þetta leit ekki vel út. Boltinn svífur yfir Rúnar Alex Rúnarsson úr hornspyrnu og Liechtensteinar minnka muninn. 3-1 og um tíu mínútur eftir. pic.twitter.com/x9bVJccas6
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 31, 2021