fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

EM u-21: Ísland lauk keppni á Evrópumótinu með tapi gegn Frökkum

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 17:50

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska u-21 árs landsliðið spilaði í kvöld sinn síðasta leik á Evrópumótinu gegn Frakklandi. Leiknum lauk með 2-0 sigri Frakka en leikið var í Györ í Ungverjalandi.

Íslenska liðið byrjaði af krafti og var betri aðilinn fyrstu mínúturnar en það voru hins vegar Frakkar sem komust yfir í leiknum.

Á 17. mínútu skoraði fyrirliði liðsins, Matteo Guendouzi, fyrsta mark leiksins og kom Frökkum yfir.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 38. mínútu þegar að Odsonne Édouard, tvöfaldaði forystu Frakka.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og þar með lauk þátttöku Íslands á Evrópumótinu í þetta skipti. Ísland endar í neðsta sæti G-riðils án stiga, liðið skoraði 1 mark á mótinu og fékk á sig 7 mörk.

Ísland 0 – 2 Frakkland 
0-1 Matteo Guendouzi (’17)
0-2 Odsonne Édouard (’38)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi

Seldur eftir misheppnaða dvöl á Englandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skiptin urðu að engu í gær

Skiptin urðu að engu í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enska pressan hakkar United í sig – „Ömurlegar ákvarðanir Amorim“

Enska pressan hakkar United í sig – „Ömurlegar ákvarðanir Amorim“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Blikar áfram en Valur fer í nýju keppnina

Blikar áfram en Valur fer í nýju keppnina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn

Funda af kappi um Garnacho og skiptin virðast vera að fara í gegn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum