fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

EM u-21: Ísland lauk keppni á Evrópumótinu með tapi gegn Frökkum

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 17:50

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska u-21 árs landsliðið spilaði í kvöld sinn síðasta leik á Evrópumótinu gegn Frakklandi. Leiknum lauk með 2-0 sigri Frakka en leikið var í Györ í Ungverjalandi.

Íslenska liðið byrjaði af krafti og var betri aðilinn fyrstu mínúturnar en það voru hins vegar Frakkar sem komust yfir í leiknum.

Á 17. mínútu skoraði fyrirliði liðsins, Matteo Guendouzi, fyrsta mark leiksins og kom Frökkum yfir.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 38. mínútu þegar að Odsonne Édouard, tvöfaldaði forystu Frakka.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og þar með lauk þátttöku Íslands á Evrópumótinu í þetta skipti. Ísland endar í neðsta sæti G-riðils án stiga, liðið skoraði 1 mark á mótinu og fékk á sig 7 mörk.

Ísland 0 – 2 Frakkland 
0-1 Matteo Guendouzi (’17)
0-2 Odsonne Édouard (’38)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hinn litríki faðir trúlofar sig – Unnustan er fimm árum eldri en sonur hans

Hinn litríki faðir trúlofar sig – Unnustan er fimm árum eldri en sonur hans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Í gær

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Í gær

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“

Arnar: „Fyrst og fremst leiðinlegt fyrir hann“