fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

100 prósent falsfrétt

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 15:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„100 prósent falsfrétt,“ skrifar blaðamaðurinn Fabrizo Romano um meintan áhuga Manchester United á Kun Aguero framherja Manchester City.

Það varð ljóst í gær að Aguero mun yfirgefa City í sumar en hann er markahæsti leikmaður í sögu félagisns.

Romano segir ekkert til í fréttum frá enskum blöðum um að Manchester United hafi áhuga, Romano er afar virtur í heimi félagaskipta í fótboltanum.

Barcelona hefur hafið viðræður við Aguero og PSG hefur einnig spurts fyrir um launakröfur framherjans.

Aguero gekk til liðs við Manchester City árið 2011 frá Atletico Madrid. Síðan þá hefur Aguero leikið 384 leiki fyrir félagið og skorað 257 mörk. Aguero hefur unnið fjóra Englandsmeistaratitla með félaginu og vonast til að bæta þeim fimmta við undir lok tímabils. Þá hefur hann orðið enskur bikarmeistari einu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Blikar áfram en Valur fer í nýju keppnina

Blikar áfram en Valur fer í nýju keppnina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sá pólski á förum frá Arsenal

Sá pólski á förum frá Arsenal