fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Guardiola gefst upp á Messi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 13:00

Lionel Messi og Antonella Rocuzzo, eiginkona hans. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City hefur hætt við að eltast við Lionel Messi í sumar, samkvæmt fjölmiðlum á Spáni hefur félagið ákveðið að láta ekki til skara skríða.

Manchester City var nálægt því að klófesta Messi sumarið 2020 en þá taldi hann sig geta farið frítt frá félaginu, Barcelona tók það ekki í mál.

Forráðamenn City telja að Messi hafi ekki áhuga á að koma til félagsins samkvæmt AS á Spáni, telja þeir að Messi muni framlengja dvöl sína hjá Barcelona.

Messi er ánægður með Ronald Koeman þjálfara liðsins og Joan Laporta nýjan forseta félagsins. PSG hefur hins vegar enn áhuga á Messi og gæti reynt að sannfæra hann um að koma til Parísar.

Manchester City ætlar að sækja sóknarmann í sumar til að fylla skarð Kun Aguero en Erling Haaland, Harry Kane og Romelu Lukaku eru á óskalista Pep Guardiola.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Blikar áfram en Valur fer í nýju keppnina

Blikar áfram en Valur fer í nýju keppnina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“

Arnar um Aron Einar: „Hef alltaf verið mjög stöðugur í mínum málflutningi varðandi hann“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum

Isak mjög óvænt í sænska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sá pólski á förum frá Arsenal

Sá pólski á förum frá Arsenal