Chris Wilder gæti tekið við sem stjóri Burnley í sumar en enska félagið skoðar þann kost ef Sean Dyche lætur af störfum. Wilder var rekinn frá Sheffield United á dögunum.
Dyche hefur stýrt Burnley frá 2012 og hefur enginn stjóri í ensku úrvalsdeildinni verið lengur í starfi.
Forráðamenn Burnley telja hins vegar að Dyche hafi áhuga á því að taka að sér annað starf, hann gæti tekið við sem stjóri Crystal Palace.
Palace hefur áhuga á að ráða Dyche til starfa en Roy Hodgson verður samningslaus í sumar. Wilder er 53 ára gamall en hann fór með Sheffield úr þriðju deild upp í þá efstu á þremur árum.
Samkvæmt blöðum á Englandi hefur Alan Pace, eigandi Burnley sett nafn Wilder á blað og er hann efstur þar á óskalistanum ef Dyche fer. Jóhann Berg Guðmundsson er í herbúðum Burnley.