fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Umboðsmaður David Alaba segir áhugann gríðarlegan

433
Þriðjudaginn 30. mars 2021 08:00

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pini Zahavi, umboðsmaður David Alaba hefur vísað því á bug að leikmaðurinn hafi einungis áhuga á því að semja við Real Madrid eða Barcelona.Þessi 28 ára austurríski landsliðsmaður mun yfirgefa herbúðir Bayern Munich eftir 13 ára veru hjá klúbbnum þegar samningur hans rennur út í sumar.

Þetta hefur vakið sögusagnir um næsta áfangastað leikmannsins en Paris Saint German og Chelsea eru bæði talin hafa áhuga á honum. Max Bielefeld, blaðamaður á Sky Sport Deutschland sagði svo frá að Alaba hafi hafnað stóru tilboði frá PSG og einnig afþakkað að spila fyrir Thomas Tuchel hjá Chelsea í von um að spila á Spáni.

Hins vegar hafnaði Zahavi því að spænsku risarnir Real og Bareclona væru nú líklegust allra félaga að landa leikmanninum.

Hann sagði Diario AS: „David hefur rétt á því að velja hvert hann vill fara. En við erum enn að ræða við aðra klúbba. Það eru engin tímamörk.“

Samkvæmt fréttum verður engin ákvörðun tekin um framtíð Alaba fyrr en eftir EM 2021, en Austurríki var dregið í riðil C með Hollandi, Norður Makedóníu og Úkraínu. AS bendir á að Real þyrfti að losa sig við annað hvort Sergio Ramos eða Raphael Varane til að skapa pláss fyrir Alaba í vörninni.

Samningur franska landsliðsmannsins Varane rennur út árið 2022 og Real gæti freistast til að selja hann í sumar til að skila inn sem mestum hagnaði.

Hinn 34 ára gamli Ramos virðist hvergi nálægt því að framlengja samning sinn við liðið – hann vill framlengja samningnum um tvö ár en Real vill einungis bjóða honum eins árs framlengingu.

Joan Laporta, nýi forseti Barcelona lítur á Alaba sem mögulega stærstu leikmannaskipti sumargluggans en samkvæmt fréttum er Real Madrid í lykilstöðu að landa leikmanninum.Pini Zahavi, umboðsmaður David Alaba hefur vísað því á bug að leikmaðurinn hafi einungis áhuga á því að semja við Real Madrid eða Barcelona.Þessi 28 ára austurríski landsliðsmaður mun yfirgefa herbúðir Bayern Munich eftir 13 ára veru hjá klúbbnum þegar samningur hans rennur út í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að taka við af Amorim

Þessir eru líklegastir til að taka við af Amorim
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar

Kenningar á kreiki eftir mjög athyglisvert viðtal við Amorim í kjölfar niðurlægingarinnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Færa tvo leiki í Bestu deildinni

Færa tvo leiki í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni

Svona verður næsta umferð í deildabikarnum – Þægilegt fyrir stórliðin en United-banarnir fá verðugt verkefni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja leikmann Liverpool til að fylla skarð Eze

Vilja leikmann Liverpool til að fylla skarð Eze
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslendingarnir sigldu þægilega inn í deildarkeppni

Íslendingarnir sigldu þægilega inn í deildarkeppni
433Sport
Í gær

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Í gær

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“