fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Síminn ekki stoppað hjá Konate eftir fréttir um áhuga Liverpool

433
Mánudaginn 29. mars 2021 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ibrahima Konate, varnarmaður RB Leipzig í Þýskalandi, segir símann sinn hafa hringt stöðugt eftir að fréttir bárust af því í dag að Englandsmeistarar Liverpool væru búnir að bjóða í kappann.

Konate er nú staddur í Ungverjalandi í riðlakeppni Evrópumóts u-21 árs landsliða. Frakkar eru líklegir til árangurs á mótinu og etja kappi við Íslendinga á miðvikudag þar sem þeir geta tryggt sér sæti í átta liða úrslit mótsins.

Konate virtist ekki hafa áhuga á athyglinni sem fylgdi áhuga Liverpool og sagði við L‘Equipe:

„Ég vaknaði um morguninn og sá að síminn minn hringdi stöðugt. Mig langaði bara að segja við þá, ég spilaði í gær og er þreyttur, látið mig í friði,“ sagði Konate í samtali við franska fjölmiðilinn.

„Ég fylgist ekki með þessu, nú er Evrópumótið í gangi og svo fer ég aftur í félagið mitt. Ég get ekki verið að einbeita mér að öðru.“

Liverpool hafa verið í miklum meiðslavandræðum í vörninni á tímabilinu þar sem Van Dijk, Gomez og Matip glíma allir við langvarandi meiðsli. Það er því ekki skrítið að Liverpool sé að reyna að festa kaup á miðverði. Samningurinn er þó ekki í höfn þar sem Konate er með 40 milljón punda klásúlu og vilja Leipzig ekki selja hann undir því verði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar