fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Henry ætlar að snúa aftur þegar það er öruggt – ,,Fólk fremur sjálfsvíg út af þessu“

433
Mánudaginn 29. mars 2021 16:00

Thierry Henry. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thierry Henry segir að hann muni einn daginn snúa aftur á samfélagsmiðla eftir að hafa lokað öllum aðgöngum sínum síðastliðinn föstudag. Hann segir í viðtali við Good Morning Britain að það þurfi að gera breytingar til þess að miðlarnir verði öruggari.

,,Þetta (samfélagsmiðlar) er ekki öruggur staður eins og er. Ég er að tala um einelti og áreiti, fólk fremur sjálfsvíg út af þessu,“ sagði Arsenal-goðsögnin og bætti við að það væri athugavert að myndböndum af mörkum sé eytt út vegna höfundarréttar á meðan rasísk ummæli fái að standa.

,,Það er erfitt að fylgjast með öllu en gæti þetta verið öruggara? Þetta er frábært tæki en fólk notar þetta sem vopn.“

Það er algengt vandamál á samfélagsmiðlum að fólk komi fram undir öðru nafni en þeirra eigin. Það gerir þeim kleift að skrifa það sem þau vilja án þess að þurfa að bera ábyrgð á því. Henry vill breyta þessu.

,,Af hverju er ekki hægt að hafa það þannig að fólk þurfi vegabréfanúmer eða kennitölu til að nota aðganginn sinn?“

Henry bætti að lokum við að hann ætlaði sér að snúa aftur á samfélagmiðla þegar þeir verði öruggari. Hann var með 15 milljónir fylgjenda á aðgöngum sínum áður en hann lokaði þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum
433Sport
Í gær

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar