fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Systir Viðars opinberar umdeilda tölvupóstinn – „Þarf ekki að segja meira, punktur“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 29. mars 2021 12:55

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið fjaðrafok hefur verið á samfélagsmiðlum í morgun og um helgina vegna fjarveru Viðars Arnar Kjartanssonar í landsliðshópi Íslands. Knattspyrnuspekingar og áhugamenn hafa rætt ákvörðunina fram og til baka, ekki eru allir á sama máli þegar kemur að ástæðu fjarverunnar.

Fyrr í dag var greint frá því að norska félagið Valerenga, lið Viðars, hafi bannað honum að spila með landsliðinu í þessum leikjum. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði það í samtali við RÚV. Hólmfríður Erna Kjartansdóttir, systir Viðars, svaraði frétt RÚV um málið. „Þetta er kjaftæði,“ sagði Hólmfríður um ummæli Arnars.

Fyrir stuttu greindi Hafliði Breiðfjörð eigandi Fótbolta.net frá því að hann hafi fengið að skoða tölvupósta KSÍ vegna málsins. Samkvæmt Hafliða kemur fram í þeim að Valerenga hafi í raun bannað Viðari að fara í verkefni landsliðsins.

„Í tölvupóstinum stendur að með vísan í tímabundnar reglur FIFA hvað varðar að sleppa leikmönnum í landsleiki er sem stendur ekki mögulegt að leyfa Viðari Erni að fara þar sem það myndi þýða sjö daga sóttkví þegar hann snýr aftur til Noregs,“ segir í frétt Hafliða Breiðfjörð á Fótbolta.net.

Ekki voru allir á sama máli um innihald póstsins sem um ræðir en nú hefur Hólmfríður Erna birt þennan umdeilda tölvupóst á Twitter-síðu sinni. „Fyrst að fjölmiðlar eru búnir að sjá samskiptin, hlýtur að vera í lagi að pósta þeim hér. Lesi hver í þau eins og hann vill. Þeir völdu VÖK aldrei í landsliðið. Þarf ekki að segja meira, punktur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park