fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Jóhann Berg eftir tapið gegn Armeníu: „Þetta var ekki nógu gott“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 28. mars 2021 18:23

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson, sneri aftur í byrjunarlið íslenska landsliðsins í 2-0 tapi gegn Armeníu í kvöld.

Jóhann telur að íslenska liðið hafi ekki átt skilið að sigra leikinn.

„Þú átt ekki að vinna neinn leik nema að þú eigir það skilið. Í fyrri hálfleik áttu þeir einhver skot fyrir utan teig, við vorum ágætlega mikið með boltann en vorum ekki að skapa okkur neitt.“ 

„Svo kemur þetta mark sem við komum vanalega í veg fyrir og frekar lélegt mark sem gefur þeim náttúrulega mikið sjálfstraust. Við fáum mjög gott færi til að jafna en leikurinn fer auðvitað 2-0 og þá er þetta ekki gott fyrir okkur, við vitum það alveg,“ sagði Jóhann Berg í samtali við RÚV.

Jóhann Berg vildi ekki segja til um hvort það þyrfti að bregðast við tapinu með róttækum hætti, breytingum.

„Það er undir þjálfurunum komið. Auðvitað er þetta ekki gott tap í kvöld. Við þykjumst vera lið sem á að vinna Armeníu á útivelli en það gerðist ekki í kvöld. Þetta var ekki nógu gott en það munar oft mjög litlu á milli í fótbolta og þetta datt með þeim í kvöld, við vitum að við getum gert miklu betur,“ sagði Jóhann Berg, leikmaður íslenska landsliðsins í samtali við RÚV.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Cherki skaut City á toppinn

England: Cherki skaut City á toppinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba

Meiri líkur á að Zidane fái kallið frekar en Pogba
433Sport
Í gær

Valdi Stielike í draumaliðið en ekki Ronaldo

Valdi Stielike í draumaliðið en ekki Ronaldo
433Sport
Í gær

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“

Dómarinn vonaðist eftir því að Ronaldo myndi klúðra vítinu – ,,Augljóst að ég gerði mistök“