fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Mýtan um að það sé letingi í Alberti – „Þetta er umræða sem hefur verið síðan hann kom inn“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 27. mars 2021 10:14

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi átti sterka innkomu í 3-0 tapi Ísland gegn Þýskalandi á fimmtudag. Albert byrjaði á bekknum en lék í tæpa klukkustund og átti góða spretti.

Albert hefur enn ekki tekist að vinna sér inn fast sæti í byrjunarliði Íslands, umræðan um Albert á kaffistofum verður oft á þá leið að hann sé ekki nógu duglegur leikmaður til að vera byrjunarliðsmaður í íslenska landsliðinu. Mýta sem Albert tókst að kæfa með öflugri innkomu gegn Þýskalandi.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari Íslands sat fyrir svörum á blaðamannafundi landsliðsins fyrir leikinn gegn Armeníu í gær og fékk þessa spurningu. „Nú þróast umræðan oft í eina átt, oft er umræðan um Albert Guðmundsson þannig að hann er sagður latur. Gegn Þýskalandi sáum við hann berjast og hlaupa eins og viðmiðið er hjá íslenska landsliðinu. Hvaða hlutverk sérðu Albert öðlast á næstu mánuðum og árum í landsliðinu?,“ var spurningin til Arnars.

„Hvort sem það er Albert eða einhver annar leikmaður. Það er vinnuframlag, það gildir fyrir Albert eins og alla aðra,“ sagði Arnar Þór við spurningunni og hélt svo áfram.

„Þeir leikmenn sem vinna ekki vinnuna sína fá ekki tækifæri, Albert kom mjög vel inn í leikinn gegn Þjóðverjum. Hann var duglegur að halda boltanum, þetta er umræða sem hefur verið síðan Albert kom inn í landsliðið, að það væri letingi í honum. Albert hefur sýnt annað, þeir sem fylgjast með honum í sínu félagsliði vita að Albert vinunr sína vinnu,“ sagði Arnar.

Arnar segir að Albert muni fá stórt hlutverk í landsliðinu ef hann leggur sig fram. „Ég þarf að gefa leikmönnum verkefni, grindina sem þeir vinna út frá. Það vita allir að Albert hefur hæfileika til að vera landsliðsmaður Íslands. Hvert svo sem hlutverkið verður á næstu mánuðum eða árum, það fer eftir honum. Það er með hann eins og aðra, þeir sem að taka tækifærin og vinna sína vinnu. Þora að gera hluti og þora að gera mistök, þeir fá alltaf stórt hlutverk í íslenska landsliðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag