fbpx
Mánudagur 01.september 2025
433Sport

Segir að áfengið hefði að lokum drepið sig – „Ég var að reyna að losa mig við þunglyndi“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. mars 2021 09:18

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef ekki drukkið í tíu ár núna í júní,“ segir Roy Carroll fyrrum markvörður Manchester Untied en hann háði harða baráttu við bakkus.

Carroll var öflugur markvörður sem lék með Manchester United, West Ham og fleiri liðum. Hann missti tök á drykkjunni árið 2006 þegar hann meiddist alvarlega hjá West Ham.

„Það geta allir farið þá leið að drekka of mikið, þetta getur komið fyrir alla sem eru eitthvað þungir andlega.“

Carroll hefur áhyggjur af því að nú þegar útgöngubann hefur verið í Bretlandi að margir hafi byrjað að drekka meira en þeir eru vanir.

„Ég hafði aldrei verið lengi meiddur, þarna fór ég ofan í djúpa holu og var ekki andlega tilbúinn. Það vissi enginn að mér liði illa, ég kom heim og barði hausnum við vegginn. Ég fékk mér síðan í glas og reyndi að gleyma þessu.“

„Ég var að reyna að losa mig við þunglyndi, þú drekkur mikið til að gleyma. Þetta er verra daginn eftir en þá drekkur þú bara aftur. Þetta virkar ekki, ég fór í meðferð af því að konan mín, umboðsmaður og vinir vildu það “

Carroll missti stjórn á drykkjunni þegar hann varð atvinnulaus árið 2011 eftir stopp í Danmörku. „Þegar ég var með lið þá drakk ég ekki kvöldið fyrir leik. Þegar ég var ekki að spila þá voru þetta allir dagar.“

„Ég hafði mikinn frítíma og ég drakk óhóflega, ef ég hefði ekki hætt þá væri ég ekki hérna. Líkami minn hefði ekki getað þetta.“

„Margir knattspyrnumenn lenda í þessu, þeir tala ekki um þetta á meðan ferill þeirra er í gangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Byrjun nýja mannsins hefur komið stjóranum á óvart – ,,Betri en ég hélt“

Byrjun nýja mannsins hefur komið stjóranum á óvart – ,,Betri en ég hélt“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

99 prósent líkur á að hann verði áfram

99 prósent líkur á að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu umtalaðan dóm Ívars í gær – Nafntogaðir netverjar tæta hann í sig

Sjáðu umtalaðan dóm Ívars í gær – Nafntogaðir netverjar tæta hann í sig
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bjartsýni hjá Liverpool að ná að kaupa báða

Bjartsýni hjá Liverpool að ná að kaupa báða
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Donnarumma við það að ganga í raðir City – Á leið í læknisskoðun í heimalandinu

Donnarumma við það að ganga í raðir City – Á leið í læknisskoðun í heimalandinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Schmeichel hraunar yfir Arsenal og Arteta – Hefur aldrei haldið meira með liði en Liverpool í dag

Schmeichel hraunar yfir Arsenal og Arteta – Hefur aldrei haldið meira með liði en Liverpool í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Fengu skell á heimavelli og hafa enn ekki skorað eftir þrjár umferðir

England: Fengu skell á heimavelli og hafa enn ekki skorað eftir þrjár umferðir