fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Dion Acoff til Grindavíkur

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 18:11

Mynd: Grindavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dion Acoff, hefur samið um að leika með Grindavík á komandi tímabili og mun verða liðinu innan handar í Lengjudeildinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild Grindavíkur sem birtist á Facebook.

Dion var síðast á mála hjá Þrótti Reykjavík en komst ekki á skrið með liðinu sökum meiðsla.

Hann hefur þó mikla reynslu af íslenskri knattspyrnu með Þrótti Reykjavík og Val, hann á til að mynda að baki 52 leiki í efstu deild og 29 leiki í 1. deild.

Samningur Dions við Grindavík gildir út komandi leiktíð.

„Ég er afar glaður með að endurnýja kynni mín af Dion Acoff sem ég vann með í Val,“ segir Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur.

„Dion færir okkar liði gríðarlegan hraða sem mun hjálpa okkur í sumar. Hann er vinnusamur og ekki síst frábær atvinnumaður. Hann er mikill sigurvegari sem er mikilvægur eiginleiki og á eftir að passa vel inn í verkefnið hérna í Grindavík í sumar,“ sagði Sigurbjörn.

Dion Acoff gengur til liðs við Grindavík

Grindavík hefur samið við bandaríska vængmanninn Dion Jeremy Acoff um að leika…

Posted by Knattspyrnudeild Grindavíkur UMFG on Thursday, March 25, 2021

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag

Staðfest að Kobbie Mainoo hefur óskað eftir því að fara frá United fyrir mánudag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allt klappað og klárt – United tekur tilboði Chelsea í Garnacho

Allt klappað og klárt – United tekur tilboði Chelsea í Garnacho
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fær að dvelja í London næstu daga – Tottenham komið í slaginn við Chelsea

Fær að dvelja í London næstu daga – Tottenham komið í slaginn við Chelsea
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingar að störfum í Sviss

Íslendingar að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Úrslitaleikurinn fluttur fram um þrjá tíma

Úrslitaleikurinn fluttur fram um þrjá tíma
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leikmenn United mættu þungir á brún til vinnu eftir niðurlæginguna – Myndir

Leikmenn United mættu þungir á brún til vinnu eftir niðurlæginguna – Myndir