fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Gæti Aguero skipt um lið í Manchester?

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. mars 2021 16:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Ince fyrrum leikmaður Manchester United ráðleggur sínu gamla félagi að skoða það alvarlega að semja við Kun Aguero framherja Manchester City. Aguero er líklega á förum frá City en samningur hans er á enda í sumar.

Ince segir að Aguero myndi styrkja United mikið en framherjinn frá Argentínu hefur mikið verið meiddur á þessu tímabili.

Ince segir að Aguero sem er 32 ára gamall myndi styrkja United og að hann gæti komið inn með svipaða hluti og Eric Cantona gerði á árum áður.

„Það er ekki eins og Harry Kane eða Erling Haaland sé eina svarið fyrir Manchester United,“ sagði Ince.

„Kun Aguero gæti verið að fara frá City, af hverju lætur United ekki til skara skríða þar? Ef hann vill vera áfram á Englandi og hann býr í Manchester, það væri ekki slæmur staður fyrir United að fá Aguero.“

„Þetta gæti gerst, hver veit? Þú verður að skoða öll svona mál ef þú ert Manchester United.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag