fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
433Sport

Jóhann Berg og Ragnar ekki klárir í þrjá leiki

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. mars 2021 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að Jóhann Berg Guðmundsson og Ragnar Sigurðsson munu ekki spila alla leiki íslenska landsliðsins í verkefninu sem er að hefjast. Íslenska liðið hefur leik í undankeppni HM á morgun gegn Þýskalandi, síðan taka við leikir gegn Armeníu og Liechtenstein.

Leikirnir eru spilaðir yfir sex daga og leikmenn sem hafa verið í meiðslum líkt og Jóhann Berg ráða ekki við slíkt álag. Ragnar Sigurðsson hefur einnig spilað lítið í Úkraínu og mun ekki spila alla þrjá leikina.

„Það er hárrétt, við erum ekki að fara að nota Jóa í þremur leikjum í þessu glugga. Hann er ekki sá eini, hann er ekki sá eini sem verður ekki notaður í þremur leikjum. Það er mikilvægt fyrir öll landslið í dag að stýra álaginu mjög vel, hvort að hann spili eitthvað á morgun eða ekki. Ég vil ekki gefa það út, ég vona að sjálfsögðu að við getum notað Jóa á morgun,“ sagði Arnar Þór á fréttamannafundi í dag.

Ragnar Sigurðsson lék 45 mínútur á dögunum en það voru fyrstu mínúturnar sem Ragnar lék með félagsliði frá því í september á síðasta ári.

„Raggi hefur ekki mikla leikæfingu núna, hann spilaði fyrir tveimur vikum sinn fyrsta leik. Vikuna þar á eftir var leiknum frestað, Raggi er ekki í mikilli leikæfingu. Það er ekki bara leikæfing sem skiptir, liðið og leikmenn hafa svo mikla reynslu í bakpokanum að það eru ekki allir sem þurfa að vera í mikilli leikæfingu og leikformi til að spila. Hvort sem það er einn, tvo eða þrjá. Raggi er einn af þeim sem getur ekki spilað þrjá leiki í þessum glugga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tvær breytingar í Bestu deildunum – Einn leikur færður um dag og hinn fer fram snemma dags vegna körfubolta

Tvær breytingar í Bestu deildunum – Einn leikur færður um dag og hinn fer fram snemma dags vegna körfubolta
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Minnast Guðjóns sem féll frá allt of snemma –  „Hann hafði orkuna og viljan, og mikla ástríðu“

Minnast Guðjóns sem féll frá allt of snemma –  „Hann hafði orkuna og viljan, og mikla ástríðu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kristófer lýsir raunum sínum eftir viku á gjörgæslu – „Maður veit aldrei hvað getur gerst í lífinu“

Kristófer lýsir raunum sínum eftir viku á gjörgæslu – „Maður veit aldrei hvað getur gerst í lífinu“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gleðin tók völd í klefanum hjá Glódísi – Söngur og dans þeirra vekur athygli

Gleðin tók völd í klefanum hjá Glódísi – Söngur og dans þeirra vekur athygli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Real Madrid ætlar að kaupa sex leikmenn í sumar og margir koma til greina

Real Madrid ætlar að kaupa sex leikmenn í sumar og margir koma til greina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bilun í beinni – Inter komið í úrslit Meistaradeildarinnar eftir magnað einvígi gegn Barcelona

Bilun í beinni – Inter komið í úrslit Meistaradeildarinnar eftir magnað einvígi gegn Barcelona
433Sport
Í gær

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“

Tjáir sig um skilnaðinn – „Ef þetta hefði verið undir mér komið þá hefði ég bara verið óhamingjusamur“
433Sport
Í gær

Yfirgaf veitingastað pöddufullur og nú vill fólkið að hann selji hlut sinn í hvelli

Yfirgaf veitingastað pöddufullur og nú vill fólkið að hann selji hlut sinn í hvelli