fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
433Sport

Ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi í áætlun til ársins 2026

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. mars 2021 09:05

Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er gert ráð fyrir því að setja fjármuni í nýjan þjóðarleikvang í knattspyrnu í fjár­mála­á­ætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2022-2026.

Kjarninn fjallar um málið. Í fjár­mála­á­ætlun kemur fram að áform um að byggja nýjan þjóðarleikvang séu skammt á veg kominn, það sé ekki tímabært að setja inn fjármögnun á slíku í áætlun.

KSÍ hefur lengi staðið í ströngu við ríki og Reykjavíkurborg um að byggja nýjan leikvang, á síðasta ári sendu stjórnvöld yfirlýsingu frá sér um að vonir stæðu til að nýr völlur myndi rísa á næstu fimm árum.

Aðstæður á Laugardalsvelli eru langt í frá boðlegar í dag, allur aðbúnaður fyrir leikmenn eru löngu úr sér genginn. Þá geta landsliðin ekki leikið heimaleiki sína þegar þess þarf.

Karlalandslið Íslands þarf sem dæmi að byrja á þremur útileikjum í undankeppni HM sem fer af stað í vikunni, liðið endar svo á tveimur útileikjum í nóvember. Hefur verið bent á að þetta minnki líkur Íslands á að komast á stórmót.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segja að Lammens sé hugsaður sem varaskeifa hjá United

Segja að Lammens sé hugsaður sem varaskeifa hjá United
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hlustaðu á fyrsta þátt vetrarins af Íþróttavikunni – Ísland verður að vinna annað kvöld

Hlustaðu á fyrsta þátt vetrarins af Íþróttavikunni – Ísland verður að vinna annað kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Margir stuðningsmenn United fengu áfall þegar nýr markvörður liðsins birti þessa mynd

Margir stuðningsmenn United fengu áfall þegar nýr markvörður liðsins birti þessa mynd
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

„Ef við erum ekki allir klárir geta þeir refsað“

„Ef við erum ekki allir klárir geta þeir refsað“
433Sport
Í gær

Íþróttavikan að fara af stað á ný með pompi og prakt

Íþróttavikan að fara af stað á ný með pompi og prakt
433Sport
Í gær

Myndasyrpa af æfingu landsliðsins í Laugardalnum – Arnar að undirbúa mikilvæga leiki

Myndasyrpa af æfingu landsliðsins í Laugardalnum – Arnar að undirbúa mikilvæga leiki