fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Sækir Klopp miðjumann frá Juventus í sumar?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allar líkur eru á því að Jurgen Klopp stjóri Liverpool þurfi að styrkja miðsvæði sitt í sumar en Georgino Wijnaldum er að verða samningslaus. Hollenski miðjumaðurinn hefur hingað til ekki viljað framlengja dvöl sína á Anfield.

Wijnaldum og forráðamenn Liverpool hafa lengi verið að karpa um kaup og kjör en ekki fundið neina lausn, miklar líkur eru taldar á að hann fari frítt til Barcelona í sumar.

Ítalskir miðlar segja frá því að Liverpool skoði nú þann kost að fá inn Aaron Ramsey miðjumann Juventus í sumar, West Ham hefur einnig sýnt áhuga.

Ljóst er að Ramsey þarf að taka á sig verulega launalækkun en hann þénar nálægt 400 þúsund pundum á viku samkvæmt fréttum. Ramsey kom frítt til Juventus frá Arsenal fyrir tæpum tveimur árum.

Ramsey hefur ekki fundið taktinn hjá Juventus en hann átti góð ár hjá Arsenal þar sem miðjumaðurinn frá Wales var nokkuð duglegur við að skora.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu
433Sport
Í gær

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Í gær

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Í gær

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun
433Sport
Í gær

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Í gær

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði