fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Manchester City horfir til Danny Ings sem arftaka Aguero

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 22. mars 2021 20:26

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City hefur áhuga á því að fá enska framherjann Danny Ings, leikmann Southampton til liðs við sig. Þetta herma heimildir SkySports.

Mikil óvissa ríkir um framtíð Sergio Aguero, framherja Manchester City hjá félaginu en samningur hans rennur út í sumar og ekkert þokast í viðræðum við leikmanninn um nýjan samning.

Ings gekk til liðs við Southampton frá Liverpool árið 2019 og hefur staðið sig vel hjá Dýrlingunum. Ings hefur skorað 42 mörk í 92 leikjum fyrir Southampton og Manchester City líta á hann sem ódýr en góð kaup.

Ings er í þann mun að fara hefja sitt síðasta samningsár hjá Southampton og er því í sterkri stöðu gagnvart félaginu, vilji hann fara til Manchester City. Southampton gæti neyðst til þess að selja leikmanninn.

Ings, sem er 28 ára gamall, hefur yfir mikilli reynslu að ráða í ensku úrvalsdeildinni. Þar á hann að baki 133 leiki með þremur félögum, Southampton, Liverpool og Burnley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“

Íslandsvinurinn kvartaði undan mat sem hann borðaði skömmu fyrir skyndilegt andlát – „Vorum í algjöru áfalli“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband

Kom Van Dijk í opna skjöldu í viðtali – Myndband
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára

Njarðvík staðfestir ráðningu á Davíði Smára
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni

Ljótt ástand í Beckham fjölskyldunni
433Sport
Í gær

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Í gær

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi