Mikael Neville Anderson leikmaður FC Midtjylland í Danmörku eru í leikmannahópi U21 árs landsliðs Íslands sem hefur leik á lokamóti Evrópukeppninnar í vikunni.
Mikael Neville lék fjóra landsleiki með A-landsliðinu á síðasta ári en hann lék síðast með U21 árs landsliðinu undir lok árs 2019.
Mikael átti að vera í U21 árs landsliðinu í nóvember en afþakkaði þá sæti í hópnum, hann taldi betra fyrir sig á þeim tímapunkti að æfa og spila með danska liðinu. Mikael ritar aðeins um þessi mál á Twitter síðu sinni.
„ U21 EM i am coming,“ skrifar Mikael og heldur svo áfram
„Undanfarið hefur mikið verið skrifað um mig í fjölmiðlum á Íslandi. Höfum eitt á hreinu, það er alltaf heiður að fá að klæðast bláu treyjunni og fá að spila undir merkjum og fyrir hönd Íslands.“
Mótið hjá U21 liðinu tvískipt, en riðlakeppnin fer fram núna í mars og 8-liða úrslit, undanúrslit og úrslit í sumar. Ísland er í riðli með Rússlandi, Danmörku og Frakklandi og leikur alla leiki sína í Györ í Ungverjalandi. Leikirnir þrír verða í beinni útsendingu á RÚV.
Davíð Snorri Jónasson nýr þjálfari U21 árs liðsins ræddi við Mikael á dögunum. „Samtalið var mjög gott, það var ekki á minni vakt. Mikki er klár í slaginn og mjög spenntur, það var mjög gott samtal,“ sagði Davíð fyrir helgi.
U21 EM i am coming 😍 – Undanfarið hefur mikið verið skrifað um mig í fjölmiðlum á Íslandi. Höfum eitt á hreinu, það er alltaf heiður að fá að klæðast bláu treyjunni og fá að spila undir merkjum og fyrir hönd Íslands.
Áfram Ísland. 🇮🇸 pic.twitter.com/NJRtqsEyOH— Mikael Anderson (@MikaelAnder10) March 21, 2021