Enski knattspyrnumaðurinn, Dele Alli er mættur á stefnumótaforritið Raya sem er einkar vinsælt á meðal ríka og fræga fólksins. Nokkrar vikur eru síðan að Ruby Mae pakkaði í töskur og sagði honum upp.
Alli og Mae sem bæðu eru 24 ára gömul hafa verið saman síðustu ár, Mae er afar vinsæl fyrirsæta í Bretlandi á meðan Alli þénar vel sem knattspyrnumaður.
Ástæðan fyrir sambandsslitum þeirra er hins vegar hreint út sagt ótrúleg, Ruby Mae gekk á dyr eftir að hafa fengið sig fullsadda af því hversu miklum tíma Dele eyðir í tölvuleikjum.
Allir geta sótt um aðild að Raya en þangað komast aðeins örfáir inn, talað er um að aðeins átta prósent af þeim sem sækja um komist inn. Mál þess sem sækir um fer fyrir dómnefnd sem metur hvort aðilinn eigi heima þarna. Samkvæmt erlendum miðlum notar ríka og fræga fólkið Raya til að kynnast fólki.
Mason Greenwood og Phil Foden ensku landsliðsmennirnir í knattspyrnu komust í kynni við íslenskar stúlkur í gegnum stefnumótaforritið Raya. Um er að ræða forrit sem aðeins útvaldir komast inn á. Notendur borga fyrir að vera á Raya en um er að ræða tæp 8 pund á mánuði, um 1500 íslenskar krónur.