fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
433Sport

Van Dijk staðráðinn í að spila á EM – Vekur upp hrylling hjá þjálfarateymi Liverpool

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 21. mars 2021 13:01

Mynd/Liverpool

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virgil Van Dijk, leikmaður Liverpool, er staðráðinn í því að spila með Hollandi á Evrópumótinu í sumar. Þetta herma heimildir Mirror í Hollandi.

Van Dijk hefur verið frá síðan í október eftir að hafa meiðst á hné í leik gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni.

Heimildarmenn Mirror í Hollandi herma að Van Dijk sé með augastað á Evrópumótinu í sumar fyrir endurkomu á knattspyrnuvöllinn og að hann hafi ekki gefið það upp á bátinn að spila með hollenska landsliðinu á mótinu sem fer fram dagana 11. júní – 11. júlí.

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hafði áður sagt að það væri ólíklegt að Van Dijk gæti tekið þátt í mótinu.

„Van Dijk er farinn að hlaupa en þetta er erfið staða. Það er ekki það að ég vilji ekki leyfa þeim að fara á mótið, þetta snýst allt um umfang þeirra meiðsla. Við vonumst til þess að þeir verði klárir á undirbúningstímabilinu fyrir næsta tímabil. Þetta eru alvarleg meiðsli og nú er ekki tímapunkturinn til þess að ræða hvort þeir geti tekið þátt í einstaka keppnum,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á dögunum um meiðsli Van Dijk og Joe Gomez, leikmanna Liverpool.

Viljinn hjá þjálfarateymi hollenska landsliðsins á að fá Van Dijk í landsliðshópinn fyrir mótið, er mikill. Heimildir Mirror herma að Frank De Boer, landsliðsþjálfari Hollands, sé búinn að lofa Van Dijk sæti, verði hann heill.

Sú hugmynd um að Van Dijk komi beint úr endurhæfingu og spili með Hollandi á Evrópumótinu, er líklegast eitthvað sem þjálfara- og læknateymi Liverpool eru ekki hrifin af.

Raymond Verheijem, sem hefur starfað sem sjúkraþjálfari hjá  velska og hollenska landsliðinu segir að Van Dijk gæti verið að taka mikla áhættu með því að fara á Evrópumótið.

„Um leið og hann kemst á völlinn með Liverpool, munu dyrnar opnast fyrir Evrópumótið. Ef hann spilar ekkert fyrir mótið verður hann allt í einu kominn í allt aðrar aðstæður hjá Hollandi og það gæti verið áhættusamt,“ sagði Raymond Verheijen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Liverpool staðfestir komu Isak – Dýrasti leikmaður í sögu enska boltans

Liverpool staðfestir komu Isak – Dýrasti leikmaður í sögu enska boltans
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Newcastle búið að ganga frá kaupum á Wissa fyrir 55 milljónir punda

Newcastle búið að ganga frá kaupum á Wissa fyrir 55 milljónir punda
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Áfall á Anfield – Þrátt fyrir að hafa skilað inn gögnum kemur Guehi ekki

Áfall á Anfield – Þrátt fyrir að hafa skilað inn gögnum kemur Guehi ekki
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjálfsmark hjá nýrri stjörnu Liverpool – Ákvað að birta þetta myndband og lögreglan gæti nú farið í málið

Sjálfsmark hjá nýrri stjörnu Liverpool – Ákvað að birta þetta myndband og lögreglan gæti nú farið í málið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skipti Hojlund til Napoli staðfest – Kaupa hann næsta sumar ef þetta gengur eftir

Skipti Hojlund til Napoli staðfest – Kaupa hann næsta sumar ef þetta gengur eftir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Talið að Guehi fari til Liverpool þrátt fyrir allt vesenið hjá Palace

Talið að Guehi fari til Liverpool þrátt fyrir allt vesenið hjá Palace
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Onana má fara en er sagður ætla að berjast fyrir sætinu

Onana má fara en er sagður ætla að berjast fyrir sætinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum

Félagaskipti Guehi til Liverpool í uppnámi – Rúmir tveir tímar eftir af glugganum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman

Jackson fær skiptin til Bayern eftir allt saman
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Elliot búinn að finna sér félag

Elliot búinn að finna sér félag