fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
433Sport

Segist hafa verið kallaður „api“ í viðbjóðslegu kynþáttaníði á vellinum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. mars 2021 20:00

Kamara og Kudela tókust á í leiknum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glen Kamara, leikmaður Glasgow Rangers, segir að Ondrej Kudela, leikmaður Slavia Prag, hafi viðhaft kynþáttaníð í leik liðanna í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Slavia Prag sigraði 2-0 og sendi skosku meistarana út úr keppninni. Tveir leikmenn Rangers voru reknir út af í leiknum. Á lokamínútunum kom til orðaskaks og átaka á milli Kudela og Kamara og segir sá síðarnefndi að hann hafi verið kallaður „api“ en þar er um tilvísun í hörundslit hans að ræða en hann er þeldökkur. Kudela hélt hönd yfir munni sínum þegar hann sagði þetta.

Kamara á kæru yfir höfði sér frá UEFA og Kudela segir að hann hafi kvartað við lögregluna yfir höggi sem hann segist hafa fengið í andlitið frá Kamara.

Kamara hefur nú sent frá sér yfirlýsingu um málið og Steven Gerrard, framkvæmdastjóri Rangers, segist styðja við bakið á honum og segir hann hafa sagt sér að hann hafi orðið fyrir kynþáttaníði. „Það er ekkert pláss fyrir kynþáttaníð eða aðra fordóma í knattspyrnu. Frá því í sumar hafa margir okkar farið niður á hnéð til að sýna samstöðu með þeim sem hafa látist vegna kynþáttar síns. Ef UEFA vill í alvöru „sýna kynþáttahyggju rauða spjaldið“ þá er kominn tími til að stöðva málamyndaraðgerðir og taka upp alvöru aðgerðir. Níðið sem Ondrej Kudela varð fyrir átti sér stað á alþjóðavettvangi og ef UEFA gerir ekkert í málinu má líta á það sem svo að grænt ljós hafi verið gefið á kynþáttaníð,“ sagði Gerrard.

Í yfirlýsingu Kamara segir að Kudela hafi verið að rífast við liðsfélaga Kamara. Reyndi Kamara þá að stilla til friðar en segir að Kudela hafi þá sagt honum að halda kjafti og beðið hann að bíða í eina sekúndu. „Síðan kom hann til mín, hélt yfir munn sinn, hallaði sér að eyra mínu og hvíslaði: „Þú ert helvítis api, þú veist það.“

Kudela neitar þessu og segist hafa sagt: „Þú ert helvítis strákur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hasar í kringum vítaspyrnu Bruno um helgina – Sjáðu hvað gerðist

Hasar í kringum vítaspyrnu Bruno um helgina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fetta fingur út í ákvarðanir Arnars um helgina – „Þetta er stórfurðulegt“

Fetta fingur út í ákvarðanir Arnars um helgina – „Þetta er stórfurðulegt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Glugganum skellt í lás í kvöld: Fáðu öll tíðindin á einum stað – Lammens mættur til United – Zinchenko fór frá Arsenal

Glugganum skellt í lás í kvöld: Fáðu öll tíðindin á einum stað – Lammens mættur til United – Zinchenko fór frá Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Læti hjá Palace – Hótaði að segja upp ef félagið myndi selja Guehi til Liverpool

Læti hjá Palace – Hótaði að segja upp ef félagið myndi selja Guehi til Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Newcastle búið að ganga frá kaupum á Wissa fyrir 55 milljónir punda

Newcastle búið að ganga frá kaupum á Wissa fyrir 55 milljónir punda
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal gæti losnað við Zinchenko á síðustu stundu – Forest reynir að klára allt

Arsenal gæti losnað við Zinchenko á síðustu stundu – Forest reynir að klára allt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjálfsmark hjá nýrri stjörnu Liverpool – Ákvað að birta þetta myndband og lögreglan gæti nú farið í málið

Sjálfsmark hjá nýrri stjörnu Liverpool – Ákvað að birta þetta myndband og lögreglan gæti nú farið í málið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Guehi verður leikmaður Liverpool í kvöld – Búið að skila inn fyrsta blaði til að klára skiptin

Guehi verður leikmaður Liverpool í kvöld – Búið að skila inn fyrsta blaði til að klára skiptin