fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
433Sport

Bailly sagður brjálaður út í Solskjær og muni hafna því að framlengja samning sinn

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. mars 2021 14:54

Eric Bailly og Marcus Rashford fagna marki. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eric Bailly er sagður brjálaður út í Ole Gunnar Solskjær, þjálfara Manchester United, og telji að honum sé ekki sýnd virðing né sé óskað eftir honum í liðinu eftir að hann var ekki í hópnum sem sigraði AC Milan í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Hann er sagður ætla að hafna nýju samningstilboði United og yfirgefa liðið þegar samningur hans rennur út.

Bailly hefur leikið rúmlega 100 leiki fyrir United en telur nú að honum hafi verið sýnd vanvirðing og vill því ekki framlengja samning sinn en United er sagt ætla að bjóða honum 12 mánaða framlengingu.

Victor Lindelöf var tekinn fram fyrir Bailly fyrir leikinn á fimmtudaginn og það fer vægast sagt illa í Bailly sem hefur ekki verið mikið notaður það sem af er tímabili en hann hefur aðeins sjö sinnum verið í byrjunarliðinu. Hann hefur staðið í skugga Lindelöf sem hefur leikið við Maguire í vörninni.

Bailly er sagður hafa orðið sífellt ósáttari við þetta og að leikurinn á fimmtudaginn hafi verið dropinn sem fyllti mælinn og hann sé á förum þegar samningur hans rennur út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

City staðfestir kaup á Donnarumma

City staðfestir kaup á Donnarumma
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hasar í kringum vítaspyrnu Bruno um helgina – Sjáðu hvað gerðist

Hasar í kringum vítaspyrnu Bruno um helgina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United spurðist fyrir um Gallagher en náðu ekki saman

United spurðist fyrir um Gallagher en náðu ekki saman
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Glugganum skellt í lás í kvöld: Fáðu öll tíðindin á einum stað – Lammens mættur til United – Zinchenko fór frá Arsenal

Glugganum skellt í lás í kvöld: Fáðu öll tíðindin á einum stað – Lammens mættur til United – Zinchenko fór frá Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Liverpool staðfestir komu Isak – Dýrasti leikmaður í sögu enska boltans

Liverpool staðfestir komu Isak – Dýrasti leikmaður í sögu enska boltans
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Newcastle búið að ganga frá kaupum á Wissa fyrir 55 milljónir punda

Newcastle búið að ganga frá kaupum á Wissa fyrir 55 milljónir punda
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Áfall á Anfield – Þrátt fyrir að hafa skilað inn gögnum kemur Guehi ekki

Áfall á Anfield – Þrátt fyrir að hafa skilað inn gögnum kemur Guehi ekki
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjálfsmark hjá nýrri stjörnu Liverpool – Ákvað að birta þetta myndband og lögreglan gæti nú farið í málið

Sjálfsmark hjá nýrri stjörnu Liverpool – Ákvað að birta þetta myndband og lögreglan gæti nú farið í málið