fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
433Sport

Allt í steik hjá Tottenham – Leikmennirnir vansælir og Mourinho reynir að bjarga tímabilinu og starfinu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. mars 2021 15:30

Danny Rose og Jose Mourinho. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham tapaði 3-0 fyrir Dinamo Zagreb í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og er úr leik. Liðið sigraði fyrri leikinn 2-0 og var því vænlegri stöðu fyrir seinni leikinn en hann fór ekki vel fyrir liðið. Breskir fjölmiðlar segja í dag að ástandið innanbúðar hjá Tottenham sé allt annað en gott. Leikmennirnir eru sagðir vera vansælir og Mourinho standi frammi fyrir baráttu við að bjarga tímabilinu og um leið starfinu sínu.

Vikan var ekki góð hjá Tottenham því auk þess að detta úr leik í Evrópudeildinni þá tapaði liðið fyrir erkifjendunum í Arsenal síðasta sunnudag 2-1.

The Sun segir að ástandið hjá Spurs sé svo slæmt að andrúmsloftinu á æfingasvæðinu þessa dagana sé lýst sem „ömurlegu“. Heimildarmaður blaðsins sagði að leikmenn séu allt annað en hamingjusamir og það sé allt annað en auðvelt að undirbúa sig undir leikinn gegn Aston Villa í úrvalsdeildinni á morgun.

Mourinho á hliðarlínunni. Mynd: Getty Images

 

 

 

 

 

 

Mourinho gagnrýndi leikmenn sína eftir tapið gegn Dinamo Zagreb og það gerði hann einnig eftir tapið á móti Arsenal. Eftir ósigurinn á fimmtudaginn sagði hann að kvöldið hafi verið eitt það erfiðasta á ferli hans, jafnvel það erfiðasta.

Þegar hann var spurður hvað hann vildi sjá hjá leikmönnum sínum á morgun gegn Aston Villa sagði hann: „Þetta er sama spurningin og ég fékk eftir leikinn gegn Arsenal – og ég sá það ekki í Zagreb sem ég vildi sjá. Þess vegna er erfitt að segja til um það því ég bjóst við öðru hugarfari en það skilaði sér ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hasar í kringum vítaspyrnu Bruno um helgina – Sjáðu hvað gerðist

Hasar í kringum vítaspyrnu Bruno um helgina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fetta fingur út í ákvarðanir Arnars um helgina – „Þetta er stórfurðulegt“

Fetta fingur út í ákvarðanir Arnars um helgina – „Þetta er stórfurðulegt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Glugganum skellt í lás í kvöld: Fáðu öll tíðindin á einum stað – Lammens mættur til United – Zinchenko fór frá Arsenal

Glugganum skellt í lás í kvöld: Fáðu öll tíðindin á einum stað – Lammens mættur til United – Zinchenko fór frá Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Læti hjá Palace – Hótaði að segja upp ef félagið myndi selja Guehi til Liverpool

Læti hjá Palace – Hótaði að segja upp ef félagið myndi selja Guehi til Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Newcastle búið að ganga frá kaupum á Wissa fyrir 55 milljónir punda

Newcastle búið að ganga frá kaupum á Wissa fyrir 55 milljónir punda
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal gæti losnað við Zinchenko á síðustu stundu – Forest reynir að klára allt

Arsenal gæti losnað við Zinchenko á síðustu stundu – Forest reynir að klára allt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjálfsmark hjá nýrri stjörnu Liverpool – Ákvað að birta þetta myndband og lögreglan gæti nú farið í málið

Sjálfsmark hjá nýrri stjörnu Liverpool – Ákvað að birta þetta myndband og lögreglan gæti nú farið í málið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Guehi verður leikmaður Liverpool í kvöld – Búið að skila inn fyrsta blaði til að klára skiptin

Guehi verður leikmaður Liverpool í kvöld – Búið að skila inn fyrsta blaði til að klára skiptin