fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Sveinn Aron Guðjohnsen gæti ekki hugsað sér að búa á þessum stað á Íslandi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. mars 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinn Aron Guðjohnsen framherji OB í Danmörku er að undirbúa sig undir Evrópumót U21 árs landsliða sem hefst í næstu viku.

Framherjinn öflugi var einn besti leikmaður liðsins í undankeppninni og átti stóran þátt í því að koma liðinu inn á mótið. Um er að ræða í annað skiptið í sögunni sem Ísland kemst inn á mótið.

Sveinn Aron ræðir við Fótbolta.net í dag í lið sem heitir Hin hliðin, þar fær hann eina spurningu um hvaða liði hann myndi aldrei spila með.

„ÍBV, gæti ekki hugsað mér að búa þar,“ segir Sveinn Aron og á þar við að hann gæti ekki hugsað sér að búa í Vestmannaeyjum.

Annað svar sem vekur svo athygli er svarið við spurningu um besta þjálfara sem hann hefur haft. „Addi Vidd og hinn þarna sem aðstoðaði hann í u21,“ sagði Sveinn við Fótbolta.net en aðstoðarmaður Arnars var Eiður Smári Guðjohnsen, faðir Sveins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leikmenn Liverpool enn að jafna sig eftir andlátið í sumar

Leikmenn Liverpool enn að jafna sig eftir andlátið í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum
433Sport
Í gær

Má ekki byrja að hugsa um stórlið eins og Real Madrid – ,,Ferillinn hefur staðið yfir í tvö ár“

Má ekki byrja að hugsa um stórlið eins og Real Madrid – ,,Ferillinn hefur staðið yfir í tvö ár“
433Sport
Í gær

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“
433Sport
Í gær

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum
433Sport
Í gær

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni

Tvíburar á bekknum í úrvalsdeildinni