fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
433Sport

Fyrrverandi stjarna með tvær fyrrverandi í takinu – Vita ekki af hvori annarri

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 19. mars 2021 21:00

Adriano fyrir miðju og fyrrum ástkonur hans. Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adriano, fyrrum knattspyrnustjarna og leikmaður Inter Milan á Ítalíu, er sagður vera byrjaður að hitta fyrrverandi kærustur sínar aftur. Það væri kannski ekki til frásögu færandi nema hvað hann er sagður vera að hitta þær báðar í einu.

Þetta kemur fram í götublöðum á meginlandinu en heimildarmenn segja að Adriano, sem er 39 ára gamall, hafi sést með báðum konunum á lúxus hóteli sem hann dvelur nú á. Adriano flutti inn á hótelið með bikarana sína sem hann vann á ferlinum. Hótelið sem um ræðir er afar fínt en það er í Rio de Janeiro. Adriano er á svokallaðri forsetasvítu hótelsins.

Fyrrum unnusta kappans, Victoria Moreira, hefur sést á svítunni með Adriano en Micaela Mesquita, fyrrum kærasta hans hefur einnig heimsótt hann á hótelið. Adriano er sagður borga rúmlega 10 þúsund pund á mánuði fyrir svítuna eða tæpar 2 milljónir í íslenskum krónum.

Samkvæmt fjölmiðlum á svæðinu hefur Adriano verið að hitta báðar konurnar undanfarna þrjá mánuði en þó bara á hótelinu, ekki í almenningi. Þá er einnig sagt að Adriano sjái til þess að Micaela heimsækji hann einungis þegar Victoria er heima hjá sér, 5 og hálfum tíma frá hótelinu. Samkvæmt heimildum fjölmiðla hið ytra vita konurnar ekki af hvor annarri, það er að segja að Adriano sé að hitta þær báðar á sama tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Konurnar í United ósáttar – Borguðu eigið flug til að komast fyrr heim

Konurnar í United ósáttar – Borguðu eigið flug til að komast fyrr heim
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carragher hendir fram furðulegri kenningu um það af hverju ekki er búið að reka Amorim

Carragher hendir fram furðulegri kenningu um það af hverju ekki er búið að reka Amorim
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þrír fyrrum stjórar United reknir á örfáum dögum

Þrír fyrrum stjórar United reknir á örfáum dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Arnars á föstudag – Hausverkur að velja markvörð

Líklegt byrjunarlið Arnars á föstudag – Hausverkur að velja markvörð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United spurðist fyrir um Gallagher en náðu ekki saman

United spurðist fyrir um Gallagher en náðu ekki saman
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Glugganum skellt í lás í kvöld: Fáðu öll tíðindin á einum stað – Lammens mættur til United – Zinchenko fór frá Arsenal

Glugganum skellt í lás í kvöld: Fáðu öll tíðindin á einum stað – Lammens mættur til United – Zinchenko fór frá Arsenal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool staðfestir númerið sem Isak verður með á bakinu

Liverpool staðfestir númerið sem Isak verður með á bakinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Andar köldu í Beckham fjölskyldunni – Málefni helgarinnar vekja mikla athygli

Andar köldu í Beckham fjölskyldunni – Málefni helgarinnar vekja mikla athygli