Mestar líkur eru á því að Jose Mourinho verði rekinn úr starfi á Englandi. Dinamo Zagreb tók á móti Tottenham í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Um seinni leik liðanna var að ræða en fyrri leiknum lauk með 2-0 sigri Tottenham. Leikur gærkvöldsins fór í framlengingu þar sem að Dinamo Zagreb leiddi leikinn 2-0 þegar flautað var til loka síðari hálfleiks. Mislac Orsic skoraði bæði mörk Zagreb á 62. og 83. mínútu.
Staðan í einvíginu var því orðin 2-2 og grípa þurfti til framlengingar. Þar reyndust heimamenn í Dinamo Zagreb sterkari aðilinn.
Ekkert fékk Mislav Orsic stöðvað, hann skoraði þriðja mark sitt í leiknum og tryggði Dinamo Zagreb farseðilinn í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar með marki á 106. mínútu. Tottenham er því úr leik.
Ef Mourinho verður rekinn eru ensk blöð búin að teikna upp sviðsmynd um fimm kosti sem Tottenham gæti farið í.
Fimm kostir Tottenham:
Julian Nagelsmann
Brendan Rodgers
Ralph Hasenhuttl
Massimiliano Allegri
Rafa Benitez