fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Evrópudeildin: Arsenal áfram í 8-liða úrslit – Framlengt hjá Tottenham – Björn Bergmann spilaði í sigri

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 19:49

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrum leikjum var að ljúka í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Arsenal er komið áfram þrátt fyrir tap gegn Olympiacos á heimavelli í kvöld. Björn Bergmann spilaði í jafntefli Molde gegn Granada og framlengt er hjá Tottenham og Dinamo Zagreb. Lestu um úrslit kvöldsins hér fyrir neðan.

Arsenal tók á móti gríska liðinu Olympiacos í kvöld, leikið var á Emirates Stadium, heimavelli Arsenal. Fyrri leik liðanna leik með 3-1 sigri Arsenal en leikur kvöldsins endaði með 1-0 sigri Olympiacos. Eina mark leiksins skoraði Youssef El-Arabi á 51. mínútu. Arsenal er því komið áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar með samanlögðum 3-2 sigri.

Dinamo Zagreb og Tottenham eigast nú við á Maksimir vellinum í Króatíu. Framlengja þurfti leikinn en staðan í einvíginu eftir venjulegan leiktíma var 2-2. Við greinum nánar frá úrslitum einvígisins seinna í kvöld.

Björn Bergmann Sigurðarsson, var í byrjunarliði Molde sem tók á móti Granada. Björn lék 63 mínútur í leiknum sem endaði með 2-1 sigri Molden. Það reyndist hins vegar ekki nóg fyrir norska liðið sem tapar einvíginu samanlegt 3-2 eftir 2-0 tap í fyrri leiknum.

Úkraínska liðið Shakthar tók þá á móti ítalska liðinu Roma. Fyrri leik liðanna lauk með 3-0 sigri Roma og leikur kvöldsins endaði með 2-1 sigri Roma. Samanlagt fer ítalska liðið því áfram í 8-liða úrslit keppninnar með 5-1 sigri.

Shakhtar 1 – 2 Roma (Samanlagt 5-1 sigur Roma)
0-1 Borja Mayoral (’48)
1-1 Júnior Moraes (’59)
1-2 Borja Mayoral (’72)

Arsenal 0 – 1 Olympiacos (Samanlagt 3-2 sigur Arsenal)
0-1 Youssef El Arabi (’51)
Rautt spjald: Ousseynou Ba, Olympiacos (’82)

Dinamo Zagreb 2 – 0 Tottenham (FRAMLENGT)
1-0 Mislav Orsic (’62)
2-0 Mislac Orsic (’83)


Molde 2 – 1 Granada (Samanlagt 3-2 sigur Granada)

1-0 Jesús Vallejo (’29)
1-1 Soldado (’72)
2-1 Erik Hestad (’90, víti)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað