fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
433Sport

Hausverkur Arnars – Hver á að skora mörkin fyrir Ísland?

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 10:37

Arnar Þór Viðarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands kynnti sinn fyrsta landsliðshóp í gær. Þetta eru fyrstu leikir Íslands undir stjórn Arnars Þórs og eru þeir allir þrír liður í undankeppni HM 2022, en lokakeppnin fer fram í Katar. Fimm framherjar eru í íslenska hópnum.

Ísland mætir fyrst Þýskalandi, síðan Armeníu og endar svo á leik gegn Liechtenstein, en allir leikirnir fara fram ytra.

Fimm framherjar eru í hópi Íslands en besti framherji Íslands síðustu ár, Alfreð Finnbogason verður fjarverandi vegna meiðsla. Kolbeinn Sigþórsson er í hópnum en framherjinn knái getur slegið markamet landsliðsins í ferðinni.

Kolbeinn skoraði flest af sínum mörkum til ársins 2016 en frá þeim tíma hefur hann mikið misst út vegna meiðsla. „Auðvitað er alltaf spurning með Kolbeinn sem er álagsstýring, hversu mikið ræður hann við. Hversu mikið tekur hann þátt í æfingum, frekar sleppa æfingum og vera í 20-30 mínútna. rullu í leikjum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari liðsins í gær.

Af orðum Eiðs Smára má ekki reikna með því að Kolbeinn sé í standi til að byrja leik, ef Kolbeinn er tekinn út fyrir sviga eru ekki mörg mörk í hinum fjórum framherjunum í hópnum.

Jón Daði Böðvarsson, Albert Guðmundsson, Hólmbert Aron Friðjónsson og Björn Bergmann Sigurðarson hafa samtals spilað 94 landsleiki, mörkin hjá þeim fjórum eru níu. Þeir fjórir skora mark á 10,4 leikja fresti.

Jón Daði hefur spilað 55 landsleiki og skorað í þeim þrjú mörk, hann er með mestu reynsluna í hópnum en Hólmbert Aron hefur spilað fjóra landsleiki og skorað í þeim tvö mörk.

Af leikmönnum Íslands sem eru með fulla heilsu er líklegast að Gylfi Þór Sigurðsson þurfi að draga vagninn í markaskorun en miðjumaðurinn hefur skorað 25 mörk í 78 landsleikjum.

Framherjar Íslands:

Jón Daði Böðvarsson | Millwall | 55 leikir, 3 mörk

Kolbeinn Sigþórsson | IFK Göteborg | 60 leikir, 26 mörk

Mynd: Eyþór Árnason

Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar | 18 leikir, 3 mörk

Getty Images

Hólmbert Aron Friðjónsson | Brescia | 4 leikir, 2 mörk

Björn Bergmann Sigurðarson | Molde | 17 leikir, 1 mark

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Umboðsmaður Isak sendir væna pillu á Newcastle – „Enn betra að vita við hvern maður þarf aldrei að tala aftur“

Umboðsmaður Isak sendir væna pillu á Newcastle – „Enn betra að vita við hvern maður þarf aldrei að tala aftur“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kveðjumyndband Marc Guehi til Crystal Palace lekur út – Sjáðu myndbandið

Kveðjumyndband Marc Guehi til Crystal Palace lekur út – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sancho sagður hafa komið í veg fyrir það að United gæti keypt Emi Martinez

Sancho sagður hafa komið í veg fyrir það að United gæti keypt Emi Martinez
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Söguleg eyðsla á Englandi – Þetta eru upphæðirnar sem liðin eyddu á markaðnum

Söguleg eyðsla á Englandi – Þetta eru upphæðirnar sem liðin eyddu á markaðnum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fetta fingur út í ákvarðanir Arnars um helgina – „Þetta er stórfurðulegt“

Fetta fingur út í ákvarðanir Arnars um helgina – „Þetta er stórfurðulegt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband frá Anfield um helgina vekur kátínu – Meiddi varnarmaðurinn brosti sínu breiðasta

Myndband frá Anfield um helgina vekur kátínu – Meiddi varnarmaðurinn brosti sínu breiðasta
433Sport
Í gær

Læti hjá Palace – Hótaði að segja upp ef félagið myndi selja Guehi til Liverpool

Læti hjá Palace – Hótaði að segja upp ef félagið myndi selja Guehi til Liverpool
433Sport
Í gær

Liverpool staðfestir félagaskipti Harvey Elliott til Villa

Liverpool staðfestir félagaskipti Harvey Elliott til Villa