fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
433Sport

Hjartað var stopp í 78 mínútur – Hjartnæmt spjall við manninn sem bjargaði honum

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 15:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 17. mars árið 2012 hneig Fabrice Muamba, þáverandi leikmaður Bolton, niður í leik gegn Tottenham Hotspur í FA-bikarnum. Hann hafði fengið hjartaáfall og var hjarta hans stopp í 78 mínútur þangað til það byrjaði loks að slá.

Í dag, níu árum eftir slysið, ræddi hann við einn fimm læknana sem björguðu lífi hans, Dr. Jonathan Tobin, á Zoom. Þeir rifja upp atvikið og segir Tobin hvað hann var að hugsa þegar þeir voru að byrja endurlífganir.

„Ég hélt þú myndir aldrei vakna aftur. Við héldum það allir. Þegar við hófum endurlífgunartilraunir heyrðum við enn í aðdáendum að kalla nafnið þitt. Þetta var ein af súrealískustu stundum lífs míns,“ segir Tobin en þegar Muamba spyr hann hvort hann hefði haldið að hann myndi vakna tveimur dögum seinna þá sagðist hann ekki hafa átt neina von á því.

Muamba lifði þetta af á ótrúlegan hátt og er enn við fulla heilsu. Hann þurfti þó að leggja skóna á hilluna nokkrum mánuðum seinna að læknisráði en hann hefur aldrei spilað atvinnufótbolta eftir þetta.

48 mínútum eftir að hjartað fór í stopp var hann kominn á spítala og tók það 30 mínútur að koma hjartanu aftur af stað á spítalanum. Muamba starfar í dag sem þjálfari hjá U-16 liði Rochdale.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður Arsenal sendi Ferdinand skilaboð í kjölfar gagnrýni hans

Leikmaður Arsenal sendi Ferdinand skilaboð í kjölfar gagnrýni hans
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjónlýsing á öllum leikjum

Sjónlýsing á öllum leikjum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Guehi harðneitaði að skrifa undir

Guehi harðneitaði að skrifa undir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gísli lét höggið í vor ekki á sig fá – „Nú er ég ekki einu sinni að pæla í þessu“

Gísli lét höggið í vor ekki á sig fá – „Nú er ég ekki einu sinni að pæla í þessu“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Svimandi há laun Ten Hag fyrir nokkra mánuði í Þýskalandi

Svimandi há laun Ten Hag fyrir nokkra mánuði í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
KSÍ í þjálfaraleit