fbpx
Laugardagur 28.júní 2025
433Sport

Arnar Þór svarar fyrir kjaftasöguna sem Gummi Ben setti fram

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 14:01

Mynd/Hringbraut Gummi Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson þjálfari íslenska landsliðsins segir það tóma vitleysu í Guðmundi Benediktssyni að leikmenn hafi fengið að velja sér verkefni nú þegar bæði A-landslið karla og U21 árs landsliðið eru á leið í verkefni.

Guðmundur sagði frá því í hlaðvarpsþætti á Vísir.is að leikmenn hefðu fengið að velja hvort þeir væru í A-landsliði karla sem er á leið í undankeppni HM eða í U21 árs liði karla sem er á leið í lokakeppni EM. Arnar Þór valdi sinn fyrsta landsliðshóp í dag.

Smelltu hér til að sjá fyrsta landsliðshóp Arnars:

„Það hlýtur að vera niðurstaðan að Alfons og Arnór verði með A-landsliðinu. Síðan sjáum við stráka sem hafa verið í hópnum hjá A-landsliðinu undanfarna mánuði sem eru í U-21 árs liðinu,“ sagði Guðmundur Benediktsson á Vísir.is

„Ég heyrði einhvers staðar orðróm um það, og sel það ekki dýrara en ég keypti það, þessir leikmenn sem eru gjaldgengir í þessa keppni hafi fengið val hvort þeir vildu fara með U-21 árs eða A-landsliðinu, því þeir hafi allir verið inni í myndinni.“

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu

Arnar Þór kynnti hóp sinn í dag fyrir sitt fyrsta verkefni og var spurður út í þessar sögur frá Gumma Ben.

„Finnst þér það líklegt? Þetta sýnir það að Gummi Ben og hans sögur eru ekki alltaf réttar,“ sagði Arnar við spurningunni sem kom frá Elvari Geir Magnússyni, ritstjóra Fótbolta.net

U-21 árs landsliðið heldur í næstu viku í lokamót EM en íslenska landsliðið mætir Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Brad Pitt kom mörgum á óvart með þessum ummælum – ,,Ég elska þennan gaur!“

Brad Pitt kom mörgum á óvart með þessum ummælum – ,,Ég elska þennan gaur!“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrirgefur stórstjörnunni sem byrjaði að fylgja honum á Instagram – ,,Þetta særði mig ef ég er hreinskilinn“

Fyrirgefur stórstjörnunni sem byrjaði að fylgja honum á Instagram – ,,Þetta særði mig ef ég er hreinskilinn“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Banna stuðningsmönnum að mæta á leikina í æfingaferðinni – Félagið biðst afsökunar

Banna stuðningsmönnum að mæta á leikina í æfingaferðinni – Félagið biðst afsökunar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Var lengi eftirsóttur en skuldbindir sig félagi sínu næstu árin

Var lengi eftirsóttur en skuldbindir sig félagi sínu næstu árin
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Breyting á leik í Bestu deildinni

Breyting á leik í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Veglegt sérblað um EM
433Sport
Í gær

Fyrrum stjarna nær óþekkjanleg í dag – Sjáðu ótrúlegan mun

Fyrrum stjarna nær óþekkjanleg í dag – Sjáðu ótrúlegan mun
433Sport
Í gær

Arsenal ekki bara með tvo kosti – Fjórir framherjar sem félagið er sagt skoða

Arsenal ekki bara með tvo kosti – Fjórir framherjar sem félagið er sagt skoða