fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Óvíst hvort Jóhann Berg, Gylfi og fleiri verði með gegn Þýskalandi – „Hafa ekkert um þetta að segja“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvíst er hvort Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Jón Daði Böðvarsson og Rúnar Alex Rúnarsson verði með íslenska landsliðinu gegn Þýskalandi í næstu viku.

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari valdi sinn fyrsta landsliðshóp í dag, ástæðan eru COVID tengdar og ferðatakmarkanir á milli landa.

Smelltu hér til að sjá hóp Arnars

„Áskorunin í þessu öllu er COVID tengt, það er ennþá spurningarmerki með Þýskaland. Hvort leikmenn sem spila á Bretlandseyjum, hvort þeir fái að koma inn til Þýskalands. Við bíðum eftir svörum frá UEFA Og þýskum yfirvöldum, það er í rauninni stærsti óvissuþátturinn,“ sagði Arnar Þór eftir að hafa kynnt hóp sinn.

U21 árs landsliðið er á leið á EM í næstu viku og óvíst er hvort hópurinn sem kynntur var í gær sé endanlegur.

„Það tengist niður í U21 árs landsliðið, í rauninni höfum við tekið þá ákvörðun og tókum hana snemma. Að reyna að sjá til þess að allir þessi efnilegu leikmenn sem komust á lokakeppninni að flestir taki þátt í henni. Það er mikilvægt fyrir okkur, við teljum það sem starfsliði hjá A-liði karla og U21. Við teljum það mikilvægt ef það hindrar ekki A-karla, við reynum að vinna þetta eins vel og við getum við Davíð Snorra og hans teymi.

„Ef að það verður þannig að Þýskaland opnast ekki fyrir okkar leikmenn á Bretlandseyjum, þá munum við að öllum líkindum taka leikmenn úr U21 árs landsliðinu fyrir Þýskalands leikinn. Það svarar all mörgum spurningum, staðan er sú sama. Það getur komið upp sú staða að við færum U21 leikmenn í A-hópinn, þegar við fáum svör frá Þýskalandi,“ sagði Arnar.

Arnar hefur rætt um málið við Jóhann Berg og Gylfa Þór. „Þeir eru að bíða eftir svörum eins og við öll hin, það góða við þessa leikmenn er að þeir hafa reynslu. Þeir gera sér grein fyrir því að þeir hafa ekkert um þetta að segja, þetta eru aðstæður sem við höfum ekki stjórn á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað