fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
433Sport

Segir það vera ómögulegt fyrir Liverpool að ná Meistaradeildarsæti

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 12:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool sitja í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í augnablikinu, 25 stigum frá toppliði Manchester City. Gengi liðsins hefur verið brösulegt á tímabilinu eftir frábært tímabil í fyrra þar sem þeir unnu deildina nokkuð örugglega.

Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, var í viðtali hjá Sport BILD á dögunum þar sem hann var spurður hvað það þýddi fyrir hann að missa af Meistaradeildarsæti en sjötta sæti skilar ekki Meistaradeildarsæti, en mögulega Evrópudeildarsæti.

„Það væri mikið tap fjárhagslega en annars ekki mikið. Ég geri mér grein fyrir því að í nánast öllum fótboltaliðum í heiminum myndi fólk efast um stöðu þeirra eins og hún er núna hjá okkur. En við erum öðruvísi, eigendurnir, leikmennirnir, enginn efast um getu okkar. Við höfum samþykkt ástandið og ætlum að koma okkur úr því,“ segir Klopp en hann er ekki bjartsýnn á að Liverpool nái að lyfta sér upp í fjórða sæti deildarinnar, þrátt fyrir að vera aðeins fimm stigum frá Chelsea sem sitja þar.

„Mér finnst gaman að vera bjartsýnn en eins og staðan í deildinni er núna er það nánast ómögulegt. Manchester-liðin eru langt á undan okkur, Gareth Bale er að vakna til lífs hjá Tottenham og Chelsea eru að gera vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gleymdi að skrifa undir mikilvæg gögn – Starfsmaður hljóp til að láta dæmið ganga upp

Gleymdi að skrifa undir mikilvæg gögn – Starfsmaður hljóp til að láta dæmið ganga upp
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Annar leikmaður City gæti farið sömu leið

Annar leikmaður City gæti farið sömu leið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýliðarnir tóku ekki sénsinn á nýjum markverði United

Nýliðarnir tóku ekki sénsinn á nýjum markverði United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Elías í stöðugu stríði við stjörnu – „Sambandið okkar er fínt“

Elías í stöðugu stríði við stjörnu – „Sambandið okkar er fínt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fékk spurninguna sem íslenska þjóðin veltir fyrir sér – „Nei, það kemur bara í ljós“

Fékk spurninguna sem íslenska þjóðin veltir fyrir sér – „Nei, það kemur bara í ljós“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stoltur Gísli í landsliðinu í fyrsta sinn – „Eitthvað sem maður stefnir alltaf að“

Stoltur Gísli í landsliðinu í fyrsta sinn – „Eitthvað sem maður stefnir alltaf að“