Fyrrum framherjinn Gary Lineker er sá leikmaður sem skorað hefur flest skallamörk fyrir enska landsliðið en í dag óttast hann að allir þessir skallaboltar gætu haft áhrif á heilsu hans í framtíðinni.
Lineker starfar við sjónvarpsþáttinn The Match of the Day ásamt þeim Alan Shearer og Ian Wright en þeir hafa allir áhyggjur eftir að rannsókn sýndi fram á að fyrrverandi fótboltamenn séu 3,5 sinnum líklegri til að deyja úr heilasjúkdómum en annað fólk. Þeir fara allir reglulega í skoðun til að athuga hvort þeir hafi orðið fyrir heilaskaða á meðan þeir spiluðu fótbolta.
Hann vill banna leikmönnum á öllum aldri og öllum stigum fótboltans að skalla boltann á æfingum. Hann segir að það sé erfitt að ímynda sér fótbolta án skalla en að það sé mögulega þess virði.
„Ef ég hefði vitað það sem ég veit núna þá hefði ég takmarkað það hversu oft ég skallaði boltann,“ segir Lineker.