fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
433Sport

Gummi Ben skoðaði hlutina eftir lekamálið í morgun – „Ég get ekki séð að það verði breytingar“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 10:03

Mynd/Hringbraut Gummi Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem landsliðshópi Íslands sem fer á Evrópumót U21 árs landsliðs hafi fyrir slysni verið lekið á netið. Hópinn á að tilkynna á fimmtudag á Laugardalsvelli. Hópur Íslands birtist á vef UEFA nú í morgun en þar má finna 23 leikmenn. Mesta athygli vekur að Alfons Sampsted sem var lykilmaður í undankeppninni er ekki í hópnum, þannig má búast við því að Alfons verði í A-landsliðshópi sem kynntur er á morgun.

Jón Dagur Þorsteinsson er í U21 árs landsliðinu en margir áttu von á því að hann yrði í A-landsliðshópi, Arnars Þórs Viðarssonar.

Smelltu hér til að sjá hópinn sem var lekið á netið

„Við staðfestum hópinn á fimmtudaginn, við þurfum alltaf að skila inn beinagrind að hópnum til UEFA. Við erum enn að vinna hlutina með A-landsliði karla,“ sagði Davíð Snorri Jónasson í samtali við 433.is í morgun en svo virðist sem ekki sé mikið rúm fyrir breytingar.

Guðmundur Benediktsson íþróttafréttamaður á Stöð2 Sport kafaði ofan í gögnin um hópana, þar kemur fram að það þarf að skila inn lokahópi tíu dögum fyrir mótið sem hefst í næstu dögum.

„Ég get ekki séð að það verði einhverjar breytingar á hópnum fyrir keppnina, ekki nema alvarleg meiðsli eigi sér stað,“ skrifar Guðmundur á Twitter.

Gögnin sem Guðmundur fann má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Elías í stöðugu stríði við stjörnu – „Sambandið okkar er fínt“

Elías í stöðugu stríði við stjörnu – „Sambandið okkar er fínt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svimandi há laun Ten Hag fyrir nokkra mánuði í Þýskalandi

Svimandi há laun Ten Hag fyrir nokkra mánuði í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Isak sendir stuðningsmönnum Newcastle kveðju

Isak sendir stuðningsmönnum Newcastle kveðju
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fékk spurninguna sem íslenska þjóðin veltir fyrir sér – „Nei, það kemur bara í ljós“

Fékk spurninguna sem íslenska þjóðin veltir fyrir sér – „Nei, það kemur bara í ljós“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Launapakki Martinez var eitthvað sem United vildi ekki taka – Hann sat og beið í allan gærdag

Launapakki Martinez var eitthvað sem United vildi ekki taka – Hann sat og beið í allan gærdag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áhugaverður dráttur hjá KA í Meistaradeildinni – Fara til Grikklands ef þeir vinna í fyrstu umferð

Áhugaverður dráttur hjá KA í Meistaradeildinni – Fara til Grikklands ef þeir vinna í fyrstu umferð