Svo virðist sem landsliðshópi Íslands sem fer á Evrópumót U21 árs landsliðs hafi fyrir slysni verið lekið á netið. Hópinn á að tilkynna á fimmtudag á Laugardalsvelli. Hópur Íslands birtist á vef UEFA nú í morgun en þar má finna 23 leikmenn. Mesta athygli vekur að Alfons Sampsted sem var lykilmaður í undankeppninni er ekki í hópnum, þannig má búast við því að Alfons verði í A-landsliðshópi sem kynntur er á morgun.
Jón Dagur Þorsteinsson er í U21 árs landsliðinu en margir áttu von á því að hann yrði í A-landsliðshópi, Arnars Þórs Viðarssonar.
Smelltu hér til að sjá hópinn sem var lekið á netið
„Við staðfestum hópinn á fimmtudaginn, við þurfum alltaf að skila inn beinagrind að hópnum til UEFA. Við erum enn að vinna hlutina með A-landsliði karla,“ sagði Davíð Snorri Jónasson í samtali við 433.is í morgun en svo virðist sem ekki sé mikið rúm fyrir breytingar.
Guðmundur Benediktsson íþróttafréttamaður á Stöð2 Sport kafaði ofan í gögnin um hópana, þar kemur fram að það þarf að skila inn lokahópi tíu dögum fyrir mótið sem hefst í næstu dögum.
„Ég get ekki séð að það verði einhverjar breytingar á hópnum fyrir keppnina, ekki nema alvarleg meiðsli eigi sér stað,“ skrifar Guðmundur á Twitter.
Gögnin sem Guðmundur fann má sjá hér að neðan.
Ég get ekki séð að það verði einhverjar breytingar á hópnum fyrir keppnina, ekki nema alvarleg meiðsli eigi sér stað. pic.twitter.com/U2hmxkgcbr
— Gummi Ben (@GummiBen) March 16, 2021