fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Southampton og Chelsea skildu jöfn – Minamino fer vel af stað

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 20. febrúar 2021 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Southampton og Chelsea mættust í fyrstu viðureign dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Á 33. mínútu leiksins náði Takumi Minamino að koma Southampton yfir í leiknum eftir stoðsendingu frá Nathan Redmond. Minamino hefur heldur betur farið vel af stað hjá Southampton en hann fór þangað á láni frá Liverpool í byrjun árs. Hann hefur nú leikið þrjá leiki með liðinu og skorað tvö mörk.

Southampton leiddi í hálfleik þrátt fyrir tilraunir Chelsea til að jafna metin. Þegar tæp klukkustund var liðin af leiknum fékk Chelsea víti. Mason Mount fór á punktinn, skoraði og jafnaði leikinn í 1-1.

Chelsea átti mun fleiri hættulegar sóknir í leiknum og var á blaði mun betra liðið. Þrátt fyrir það voru ekki fleiri mörk skoruð og endaði leikurinn því með 1-1 jafntefli. Með stiginu kemst Chelsea upp í fjórða sæti deildarinnar en West Ham og Liverpool eiga bæði leik til góða og geta náð sætinu með sigri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Adam sagði Halldóri Árna að halda kjafti – Rekinn af velli fyrir það

Adam sagði Halldóri Árna að halda kjafti – Rekinn af velli fyrir það
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gummi Ben uppljóstrar því hvað Viðar gerði nákvæmlega og Baldur segir – „Ganga fullt af sögum og maður veit ekki hverjar eru sannar“

Gummi Ben uppljóstrar því hvað Viðar gerði nákvæmlega og Baldur segir – „Ganga fullt af sögum og maður veit ekki hverjar eru sannar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gary Martin á eldi í Ólafsvík – Sjáðu markið og stoðsendingarnar um helgina

Gary Martin á eldi í Ólafsvík – Sjáðu markið og stoðsendingarnar um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gylfi Þór æfði ekki í heila viku fyrir leikinn gegn Blikum – „Ég myndi ekki vilja vera dómari, þetta er mjög erfitt“

Gylfi Þór æfði ekki í heila viku fyrir leikinn gegn Blikum – „Ég myndi ekki vilja vera dómari, þetta er mjög erfitt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United búið að funda með Sancho og endurkoma er í kortunum

United búið að funda með Sancho og endurkoma er í kortunum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er staðan á Englandi árið 2024 – Væri glæpur að reka Pochettino

Svona er staðan á Englandi árið 2024 – Væri glæpur að reka Pochettino
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin eftir leiki helgarinnar – Titillinn vinnst á einu stigi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir leiki helgarinnar – Titillinn vinnst á einu stigi
433Sport
Í gær

Einn sá eftirsóttasti tjáir sig

Einn sá eftirsóttasti tjáir sig