Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi, Rúrik Gíslason hefur gefið út sitt fyrsta lag og á sama tíma tónlistarmyndband við lagið.
Rúrik lagði knattspyrnuskóna á hilluna í fyrra en þá var hann aðeins 32 ára gamall, hann hefur síðan þá snúið sér að öðru.
Lagið, Older er fyrsta lagið sem Rúrik gefur út en það er í samstarfi við plötusnúðinn, Doctor Victor.
Rúrik er einnig að leika í kvikmynd og þá tekur hann þátt í þættinum Let´s Dance í Þýskalandi en þar er hann staddur þessa dagana.
Lagið má heyra hér að neðan.