fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Blaðamaður efast um Gylfa – „Hversu oft skilar hann sínu?“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. febrúar 2021 10:30

Gylfi Þór Sigurðsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Phil Kirkbride blaðamaður hjá Liverpool Echo skrifar um Gylfa Þór Sigurðsson eftir tap liðsins gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Everton átti aldrei séns gegn besta liði Englands.

Gylfi bar fyrirliðaband Everton í leiknum og lék allan leikinn, Liverpool Echo gaf honum 5 í einkunn fyrir frammistöðu sína. „Náði ekki að komast eins mikið í boltann og hann vildi, sem er kannski eðlilegt gegn City. Þegar hann var færður í varnarsinnað hlutverk þá var hann ekki nógu snöggur að elta Bernardo Silva sem gaf honum tækifæri til þess að skora,“ sagði í umfjöllun blaðsins.

Kirkbride skrifar svo langa grein um það hvað Everton þarf að gera til að geta farið að máta sig við bestu lið deildarinnar, eigendur félagsins hafa dælt fjármunum inn í félagið með misjöfnum árangri.

„Gylfi er án nokkurs vafa með traustið frá Ancelotti og er mikilvægur hlekkur í hópnum. Á blaði er hann með mikið af þeim hæfileikum sem við teljum að hópnum vanti. En hversu oft skilar hann sínu?,“ skrifar Kirkbride.

Gylfi hefur mátt þola talsvert mikla gagnrýni í Liverpool borg, margir telja hana verulega ósanngjarna.

„Gylfi kom á þeim tíma sem alltof margir menn voru í hans stöðu, það er ljóst að Everton gerir ekki sömu mistök aftur og kaupir of marga. Það er samt þannig að hópnum virðist vanti mann í þessa stöðu til að taka næsta skref.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn

Arsenal reynir að framlengja við tvo lykilmenn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi

Besti vinur Diogo Jota svarar fyrir ljóta umfjöllun – Látið líta út eins og ekkja Jota og hann væru í nánu sambandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim telur að síðasta krabbameinið úr hópnum fari í dag

Amorim telur að síðasta krabbameinið úr hópnum fari í dag