fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Ferguson óttaðist að verða minnislaus eftir heilablæðingu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United óttaðist það að minnið myndi hverfa þegar hann fékk heilablæðingu árið 2018

Þessi magnaði knattspyrnustjóri lét af störfum árið 2013 hjá Manchester United. Hann hefur síðan þá tekið virkan þátt í starfi félagsins.

Hann þurfti að draga sig til hlés vorið 2018 eftir heilablæðinguna. Ferguson er 79 ára gamall og er að gefa út heimildarmynd sem fer í kvikmyndahús í lok maí.

Myndin mun fara yfir merkustu augnablik Ferguson í lífinu, innan sem utan vallar en sonur hans Jason stýrir myndinni.

„Að tapa minninu var minn stærsti ótti eftir heilablæðinguna árið 2018,“ segir Ferguson meðal annars í myndinni.

„Þegar ég var að gera þessa mynd þá tókst mér að rifja upp mikilvægustu augnablik lífs míns, bæði þau góðu og slæmu. Það var gott að hafa son minn með mér í vinnslu myndarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United staðfestir brottförina

United staðfestir brottförina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum

Skagamenn á lífi eftir að hafa skellt Íslandsmeisturunum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hafnar því að hafa brotið kynferðislega gegn barni

Hafnar því að hafa brotið kynferðislega gegn barni